Veltir fyrir sér hvort hann þurfi að óttast um eigið öryggi eftir að hafa leikið Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. febrúar 2019 13:27 Alec Baldwin leikur Donald Trump í SNL Getty/Rosalind O'Connor Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019 Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Leikarinn Alec Baldwin, sem leikið hefur Donald Trump Bandaríkjaforseta, í grínþættinum Saturday Night Live, veltir því fyrir sér hvort að hlutverkið og gagnrýni Trump geri það að verkum að hann þurfi að óttast um eigið öryggi. Baldwin er reglulegur gestur í þáttunum enda líður varla vika án þess að Trump sé eitt helsta skotmark grínistanna sem standa að baki grínþáttana vinsælu, sem sýndir eru í Bandaríkjunum á laugardagskvöldum. Síðast um helgina sneri Baldwin aftur sem Trump og gerði grín að ræðu forsetans þar sem tilkynnt var að lýst yrði yfir neyðarástandi svo fjármagna mætti hinn umdeilda landamæramúr á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna.Sjá einnig:Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Trump virðist vera sérstaklega viðkvæmur þegar kemur að gríni SNL í sinn garð og eftir þátt síðastliðnar helgi tísi hann um að þátturinn væri ekkert fyndinn. Ótrúlegt væri að sjónvarpsstöðvar kæmust upp með að gera stanslaust grín að Repúblikönum án afleiðinga. Bætti hann síðar við að „hinir hlutdrægu og spilltu fjölmiðlar“ væru óvinir fólksins. Var þetta ekki í fyrsta sinn sem Trump er ósáttur við SNL. Eitthvað virðist Alec Baldwin hafa tekið þetta tíst til sín og í nótt velti hann því fyrir sér, á Twitter, hvort hann þyrfti að óttast um öryggi sitt, eftir að hafa leikið Trump í þáttunum. „Ég velti því fyrir mér hvort að hvatning sitjandi forseta til fylgjenda sinna um að hlutverk mitt í sjónvarpsþætti verði til þess að ég flokkist sem óvinur fólksins geti talist sem ógnun við öryggi mínu og fjölskyldu minnar?“ skrifaði Baldwin.I wonder if a sitting President exhorting his followers that my role in a TV comedy qualifies me as an enemy of the people constitutes a threat to my safety and that of my family? — HABFoundation (@ABFalecbaldwin) February 18, 2019
Bandaríkin Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00 Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33 Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Trump æfur eftir að Alec Baldwin sneri aftur sem Trump í SNL Forsetaefni Repúblikana er ekki sáttur við framleiðendur Saturday Night Live sem gerðu stólpagrín að öðrum kappræðum forsetaframbjóðendann. 16. október 2016 14:00
Trump ekki skemmt eftir nýjasta atriði SNL Svo virðist sem að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi ekki skemmt sér yfir nýjasta opnunaratriði bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live sem sýndur var á laugardaginn. 18. febrúar 2019 10:33
Spyr hvort umfjöllun SNL sé lögleg eftir miskunnarlaust atriði Svo virðist sem að síðasti þáttur bandaríska grínþáttarins Saturday Night Live hafi farið í taugarnar á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 17. desember 2018 10:45