WOW air óskar eftir greiðslufresti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. febrúar 2019 07:15 Skúli Mogensen. Fréttablaðið/Anton Brink Stjórnendur WOW air hafa beðið um frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum, samkvæmt heimildum Túrista, en vefurinn greindi fyrst frá málinu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla í dag. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi sent bréf til viðkomandi flugvalla þar sem kemur fram að félagið óski eftir vilyrði fyrir því að notendagjöld flugfélagsins verði greidd í næsta mánuði en ekki nú í lok febrúar eins og ráð var gert fyrir. Þá kemur fram að erfitt sé að leggja mat á upphæðirnar en bent er á að notendagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli, fyrir janúar, hafi verið á bilinu 250 til 300 milljónir króna. Í lok febrúar mun fresturinn sem eigendur skuldabréfa í WOW air veittu Indigo Partners og Skúla Mogensen til að ná samkomulagi um kaup félagsins á stórum hluta í íslenska flugfélaginu renna út. Upplýsingar hafa ekki fengist um stöðu viðræðnanna en gert er ráð fyrir því að flugfélagið sendi yfirlýsingu um stöðuna í síðasta lagi þann 28. febrúar. Auk þess er ekki ljóst hvort WOW verði heimilt að hætta við tólf ára leigusamning á fjórum nýjum Airbus A330 breiðþotum, en leiguverð á einni slíkri er hátt í 100 milljónir króna á mánuði og eru tvær þotur af fjórum nú tilbúnar með merkjum WOW við verksmiðju Airbus í Frakklandi. WOW gæti þurft að greiða á bilinu 300 til 500 milljónir króna til að losna undan leigusamningi á hverri og einni breiðþotunni og því um umtalsverðar upphæðir að ræða. Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira
Stjórnendur WOW air hafa beðið um frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum, samkvæmt heimildum Túrista, en vefurinn greindi fyrst frá málinu. Skúli Mogensen, forstjóri WOW, vildi ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla í dag. Í frétt Túrista segir að flugfélagið hafi sent bréf til viðkomandi flugvalla þar sem kemur fram að félagið óski eftir vilyrði fyrir því að notendagjöld flugfélagsins verði greidd í næsta mánuði en ekki nú í lok febrúar eins og ráð var gert fyrir. Þá kemur fram að erfitt sé að leggja mat á upphæðirnar en bent er á að notendagjöld WOW air á Keflavíkurflugvelli, fyrir janúar, hafi verið á bilinu 250 til 300 milljónir króna. Í lok febrúar mun fresturinn sem eigendur skuldabréfa í WOW air veittu Indigo Partners og Skúla Mogensen til að ná samkomulagi um kaup félagsins á stórum hluta í íslenska flugfélaginu renna út. Upplýsingar hafa ekki fengist um stöðu viðræðnanna en gert er ráð fyrir því að flugfélagið sendi yfirlýsingu um stöðuna í síðasta lagi þann 28. febrúar. Auk þess er ekki ljóst hvort WOW verði heimilt að hætta við tólf ára leigusamning á fjórum nýjum Airbus A330 breiðþotum, en leiguverð á einni slíkri er hátt í 100 milljónir króna á mánuði og eru tvær þotur af fjórum nú tilbúnar með merkjum WOW við verksmiðju Airbus í Frakklandi. WOW gæti þurft að greiða á bilinu 300 til 500 milljónir króna til að losna undan leigusamningi á hverri og einni breiðþotunni og því um umtalsverðar upphæðir að ræða.
Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Loðnuvertíð eftir allt saman Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Bein útsending: Stærðin skiptir máli Viðskipti innlent Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Sjá meira