ISIS-liðar berjast til hins síðasta á einum ferkílómetra Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2019 23:29 Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. AP/Felipe Dana Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn. Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Kalífadæmi Íslamska ríkisins hefur dregist verulega saman og nú stjórna vígamenn hryðjuverkasamtakanna einungis um einum ferkílómetra í bænum Baghouz við landamæri Sýrlands og Írak. Vígamennirnir eru með efratána í bakið og sýrlenskir Kúrdar og bandamenn þeirra í regnhlífarsamtökunum SDF sækja að þeim úr þremur áttum með stuðningi Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands. Talið er að um 300 vígamenn verji þennan ferkílómetra og flestir þeirra séu erlendir vígamenn samtakanna sem hafi engra kosta völ, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vígamenn ISIS frá Sýrlandi og Írak eru að mestu taldir hafa falið sig meðal íbúa.Undanfarnar vikur hafa þúsundir manna, þar á meðal vígamenn og fjölskyldur þeirra flúið frá svæðinu og eru nú í haldi SDF. Þetta fólk hefur verið flutt í sérstakar búðir í austurhluta Sýrlands þar sem aðstæður þykja slæmar vegna skorts á ýmsum nauðsynjum. Meðal þeirra er hin 19 ára gamla Shamima Begum. Hún gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul og vill nú komast heim þar sem hún er ólétt.Sjá einnig: Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heimFall Baghouz mun marka endalok kalífadæmisins í bæði Sýrlandi og Írak. Sóknin gegn ISIS-liðum hefur þó gengið hægt í dag og foringjar SDF segja erfitt að greina á milli vígamanna og almennra borgara í bænum. Þá fer mikill tími í að leita að göngum sem vígamenn hafa grafið og tryggja að þar séu ekki menn í felum. Þegar mest lét stjórnuðu ISIS-liðar nærri því þriðjungi bæði Sýrlands og Írak.Baráttunni ekki lokið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að kalla bandaríska hermenn heim frá Sýrlandi og sagt að Íslamska ríkið sé nánast sigrað. Embættismenn og forsvarsmenn bandamanna Bandaríkjanna eru þó ekki sammála forsetanum. Þrátt fyrir að yfirráðasvæði Íslamska ríkisins hafi verið frelsað munu samtökin enn ógna íbúum á svæðinu. Lengi hefur þótt öruggt að ISIS-liðar myndu snúa sér að hefðbundnum skæruhernaði og hryðjuverkum, eins og þeir gerðu áður en þeir stofnuðu kalífadæmið og er mikið um vísbendingar að sú sé raunin. Breski hershöfðinginn Christopher Ghika sagði í gær að baráttan gegn ISIS myndi halda áfram, þrátt fyrir brottför bandarískra hermanna. „Við munum elta þá uppi þar til ógninni hefur verið eytt,“ sagði Ghika. Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hefur ekki fundist enn. Guardian hefur eftir vitni að hann hafi flúið frá Baghouz í janúar, eftir að erlendir vígamenn ISIS, sem telja sig hafa verið svikna, hafi reynt að ráða hann af dögum. Þeir hafi hins vegar tapað bardögum gegn lífvörðum Baghdadi og verið teknir af lífi. Foringjar meðal SDF sögðu Guardian að talið sé að Baghdadi hafi flúið inn í eyðimörkina á milli Sýrlands og Írak og hann sé þar enn.
Bandaríkin Bretland Frakkland Írak Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30 Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48
Fæddust í „ríki“ sem er ekki lengur til og eiga hvergi skjól Ung börn sem fæddust í kalífadæmi Íslamska ríkisins og mæður þeirra streyma nú frá Baghouz, síðasta bænum sem ISIS-liðar stjórna í Sýrlandi. 12. febrúar 2019 22:30
Kanadískur ISIS-liði telur sig hafa verið yfirgefinn Hann vill komast aftur til Kanada eftir að hafa verið í haldi í níu mánuði ásamt eiginkonu sinni, sem einnig er frá Kanada, og tveimur börnum. 11. febrúar 2019 23:30