Enn ekkert fast í hendi um stuðning Trump við útgjaldafrumvörp Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 16:07 Hægrisinnaðir fjölmiðlamenn voru taldir hafa haft mikil áhrif á ákvörðun Trump um að loka alríkisstofunum til að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrsins. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira