Búast við því að Trump fallist á samkomulag flokkanna Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2019 14:13 Trump útilokaði hvorki að hann myndi beita neitunarvaldi né að hann myndi samþykkja útgjaldafrumvörp sem flokkarnir tveir hafa náð saman um. Vísir/EPA Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Líkur eru taldar á að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi blessun sína yfir samkomulag sem þingmenn repúblikana og demókrata hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana þrátt fyrir að í því sé ekki að finna framlag til landamæramúrsins sem forsetinn vill reisa. Trump gefur í skyn að hann geti fundið fé fyrir múrinn eftir öðrum leiðum. Bandaríkjaþing þarf að samþykkja útgjaldafrumvörp til að fjármagn rekstur um fjórðungs alríkisstofnana áður en núgildandi fjárheimildir renna út á föstudag. Flokkarnir náðu samkomulagi í byrjun vikunnar sem myndi fjármagna þær út september og forða þannig að þeim verði aftur lokað eins og gerðist í 35 daga í desember og janúar. Krafa Trump um 5,7 milljarða dollara í landamæramúrinn var ástæðan þess að fjárveitingar stofnananna runnu út í desember. Aðeins er gert ráð fyrir tæpum 1,4 milljörðum dollara í girðingar og hindranir á landamærunum í samkomulaginu sem liggur fyrir nú. Allra augu hafa því beinst að Trump og hvort hann muni skrifa undir frumvörp sem byggja á grunni samkomulagsins. Forsetinn lýsti vanþóknun á því í gær en útilokaði þó ekki að fallast á það.Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum fjölmiðlum að Trump ætli sér að skrifa undir ef frumvörpin komast í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um þau gæti farið fram í fulltrúadeildinni strax í kvöld. Þá eiga þau eftir að fara í gegnum öldungadeildina.Leita annarra leiða Óvíst er hver örlög frumvarpanna yrðu í þinginu. Öldungadeildina samþykkti svipuð frumvörp nær samhljóða í desember en þau fóru aldrei fyrir fulltrúadeildina. Nýtt þing hefur síðan komið saman. Repúblikanar eru nú með stærri meirihluta í öldungadeildinni en demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningunum sem fóru fram í nóvember.Washington Post segir að Trump og Hvíta húsið skoði nú aðra valkosti til að tryggja fjármuni til múrsins, þar á meðal að beita einhvers konar forsetavaldi til þess að ráðstafa fjármunum sem ætlað er í önnur verkefni í landamærin í staðinn. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum sem gæti gert honum kleift að skipa hernum að reisa múrinn og komist þannig fram hjá því að þurfa samþykki þingsins fyrir fjárveitingum. Bæði demókratar og repúblikanar hafa gagnrýnt þá hugmynd. Slík ráðstöfun endaði óumflýjanlega fyrir dómstólum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57 Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36 Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Ekki ánægður með samkomulagið vegna múrsins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki tekið afstöðu til samkomulagsins sem náðist á Bandaríkjaþingi og á að koma í veg fyrir að loka þurfi ríkisstofnunum í landinu næstkomandi föstudag. 13. febrúar 2019 07:57
Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Óvíst er hvort að Bandaríkjaforseti fallist á samkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana hafa náð um fjármögnun ríkisstofnana. 12. febrúar 2019 10:36
Trump óákveðinn um samkomulag í útgjaldadeilu Samkomulag repúblikana og demókrata myndi fjármagna ríkisstofnanir út september. Hafni Trump því gætu stofnanirnar lokast aftur eftir föstudaginn. 12. febrúar 2019 16:40