JóiPé x Króli og Svala skemmta á Aldrei fór ég suður Stefán Árni Pálsson skrifar 13. febrúar 2019 13:00 Aldrei fór ég suður verður haldin á Ísafirði um páska. mynd / Ágúst G. Atlason Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði fer fram í sextánda sinn á páskum, nánar til tekið 19.- 20. apríl næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er kynnt í dag í tilkynningu frá forsvarsmönnum Aldrei fór ég suður.Fram koma; MAMMÚT, TODMOBILE, JÓIPÉ X KRÓLI, JÓNAS SIG, SALÓME KATRÍN, AUÐN, BERNDSEN, ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON, SVALA, SIGURVEGARAR MÚSIKTILRAUNA 2019, HERRA HNETUSMJÖR, HÓRMÓNAR, AYIA, BAGDAD BROTHERS, GOSI og TEITUR MAGNÚSSON & ÆÐISGENGIÐ. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði eins og síðustu þrjú ár, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Þar koma fram: Stórhljómsveitin TODMOBILE. Hana þekkja margir en hljómsveitin hefur ekki spilað á Ísafirði síðan um miðbik tíunda áratugarins. Samstarf Músiktilrauna og Aldrei fór ég suður tryggir að meðal fyrstu formlegra tónleikanýbakaðra SIGURVEGARA MÚSIKTILRAUNA 2019 verða á hátíðinni en þar að auki munu heiðra hátíðargesti með sinni nærveru, fyrrum sigursveitirnar MAMMÚT og HÓRMÓNAR. Tónlistarmaðurinn JÓNAS SIG átti eina af bestu plötum síðasta árs og mun hann trylla lýðinn með sinni hljómsveit.SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR verður á svæðinu. Svala vakti mikla athygli á síðustu Iceland Airwaves hátíð með framkomu sinni og sinnar frábæru hljómsveitar. BERNDSEN spilar einnig í fyrsta sinn á AFÉS-sviðinu og sama gildir um TEIT MAGNÚSSON og ÆÐISGENGIÐ hans. Svartmálmssveitin AUÐN hefur vakið mikla athygli um allan heim fyrir tónlist sína og þykir með þeim allra fremstu úr röðum íslenskra black metal hljómsveita. Loks er það hinn ísfirski lagahöfundur og pródúsent ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON sem íslenskt tónlistarfólk keppist við að lofa í hásterrt um þessar mundir. Þormóður hefur unnið hvern smellinn á fætur öðrum upp á síðkastið og hefur verið vikulegur gestur á vinsældarlistum útvarpsstöðvanna og Spotify veitunnar. Meðal helsta samstarfsfólks Þormóðs eru JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Ingileif, Huginn, Emmsjé Gauti og DAVID44. Með Þormóði í för um páskana verða þeir JÓIPÉ OG KRÓLI og HERRA HNETUSMJÖR. Í tilkynningunni segir að Aldrei fór ég suður sé tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna sem haldin sé á páskum og er einn af stærstu viðburðum Skíðaviku Ísfirðinga. Hátíðin hefur þróast mikið frá því hún var sett á laggirnar fyrir um 15 árum síðan og hefur náð að dreifa sér á fleiri dagskrárliði og víðar um Ísafjarðarbæ og nágrenni. Í upphafi var það fámennur vinahópur sem stóð að framkvæmdinni en núna eru þeir fáir íbúar á svæðinu sem ekki koma að hátíðinni með einhverju móti. Við aðaldagskrána munu svo bætast við fjölmargir hliðarviðburðir á Ísafirði og víðar, meðal annars uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Hátíðin verður svo í þráðbeinni útsendingu á Rás 2 og í sjónvarpi á RÚV 2. Hér að neðan er kynningarmyndband hátíðarinnar í ár en þar fer Pétur Magnússon, fallegi smiðurinn hrjúfri röddu um allt það listafólk sem kemur fram á hátíðinni. Pétur er og hefur verið kynnir hátíðarinnar í gegnum tíðina.Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem koma fram á Aldrei fór ég suður. Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði fer fram í sextánda sinn á páskum, nánar til tekið 19.- 20. apríl næstkomandi. Dagskrá hátíðarinnar er kynnt í dag í tilkynningu frá forsvarsmönnum Aldrei fór ég suður.Fram koma; MAMMÚT, TODMOBILE, JÓIPÉ X KRÓLI, JÓNAS SIG, SALÓME KATRÍN, AUÐN, BERNDSEN, ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON, SVALA, SIGURVEGARAR MÚSIKTILRAUNA 2019, HERRA HNETUSMJÖR, HÓRMÓNAR, AYIA, BAGDAD BROTHERS, GOSI og TEITUR MAGNÚSSON & ÆÐISGENGIÐ. Hátíðin fer fram í húsnæði Kampa á Ísafirði eins og síðustu þrjú ár, að kvöldi föstudagsins langa og laugardags fyrir páska. Þar koma fram: Stórhljómsveitin TODMOBILE. Hana þekkja margir en hljómsveitin hefur ekki spilað á Ísafirði síðan um miðbik tíunda áratugarins. Samstarf Músiktilrauna og Aldrei fór ég suður tryggir að meðal fyrstu formlegra tónleikanýbakaðra SIGURVEGARA MÚSIKTILRAUNA 2019 verða á hátíðinni en þar að auki munu heiðra hátíðargesti með sinni nærveru, fyrrum sigursveitirnar MAMMÚT og HÓRMÓNAR. Tónlistarmaðurinn JÓNAS SIG átti eina af bestu plötum síðasta árs og mun hann trylla lýðinn með sinni hljómsveit.SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR verður á svæðinu. Svala vakti mikla athygli á síðustu Iceland Airwaves hátíð með framkomu sinni og sinnar frábæru hljómsveitar. BERNDSEN spilar einnig í fyrsta sinn á AFÉS-sviðinu og sama gildir um TEIT MAGNÚSSON og ÆÐISGENGIÐ hans. Svartmálmssveitin AUÐN hefur vakið mikla athygli um allan heim fyrir tónlist sína og þykir með þeim allra fremstu úr röðum íslenskra black metal hljómsveita. Loks er það hinn ísfirski lagahöfundur og pródúsent ÞORMÓÐUR EIRÍKSSON sem íslenskt tónlistarfólk keppist við að lofa í hásterrt um þessar mundir. Þormóður hefur unnið hvern smellinn á fætur öðrum upp á síðkastið og hefur verið vikulegur gestur á vinsældarlistum útvarpsstöðvanna og Spotify veitunnar. Meðal helsta samstarfsfólks Þormóðs eru JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Ingileif, Huginn, Emmsjé Gauti og DAVID44. Með Þormóði í för um páskana verða þeir JÓIPÉ OG KRÓLI og HERRA HNETUSMJÖR. Í tilkynningunni segir að Aldrei fór ég suður sé tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna sem haldin sé á páskum og er einn af stærstu viðburðum Skíðaviku Ísfirðinga. Hátíðin hefur þróast mikið frá því hún var sett á laggirnar fyrir um 15 árum síðan og hefur náð að dreifa sér á fleiri dagskrárliði og víðar um Ísafjarðarbæ og nágrenni. Í upphafi var það fámennur vinahópur sem stóð að framkvæmdinni en núna eru þeir fáir íbúar á svæðinu sem ekki koma að hátíðinni með einhverju móti. Við aðaldagskrána munu svo bætast við fjölmargir hliðarviðburðir á Ísafirði og víðar, meðal annars uppistandskvöld í Ísafjarðarbíói, tónleikar á Suðureyri og Flateyri auk fjölda annarra listviðburða. Hátíðin verður svo í þráðbeinni útsendingu á Rás 2 og í sjónvarpi á RÚV 2. Hér að neðan er kynningarmyndband hátíðarinnar í ár en þar fer Pétur Magnússon, fallegi smiðurinn hrjúfri röddu um allt það listafólk sem kemur fram á hátíðinni. Pétur er og hefur verið kynnir hátíðarinnar í gegnum tíðina.Hér að neðan má sjá alla þá listamenn sem koma fram á Aldrei fór ég suður.
Aldrei fór ég suður Ísafjarðarbær Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira