Mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2019 14:30 Ólína G. Viðarsdóttir, fyrrverandi landsilðskona í fótbolta, hefur glímt við eftirköst heilahristings. Vísir/Daníel Fyrstu niðurstöður víðtækrar íslenskrar rannsóknar á afleiðingum höfuðmeisla hjá íslenskum íþróttakonum sýna að þær sem fá heilahristing eru mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða. Þetta kom fram í máli Hafrúnar Kristjánsdóttur, lektor við HR, á Rás 2 í morgun. Hafrún segir í viðtalinu að þær íþróttakonur sem hafi fengið heilahristing séu þrisvar sinnum líklegri til að vera yfir klínískum viðmiðum af þunglyndi og að þær finni fyrir meiri kvíða en þær sem ekki hafa fengið heilahristing. Reynt var að ná til allra kvenna hér á landi sem eru undir 45 ára og hafa stundað fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí, júdó, karate og aðrar íþróttir þar sem höfuðmeiðsli eru algeng. 500 konur svöruðu og af þeim höfðum 300 fengið heilahristing minnst einu sinni. Umræðan um höfuðmeiðsli í íþróttum hefur verið meiri á undanförnum árum en í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um málefnið. Meðal þess sem þar kom fram og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun er mikilvægi þess að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni þess fyrri eru enn til staðar. „Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig,“ sagði Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen við Fréttablaðið. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur,“ sagði hún. Íþróttir Tengdar fréttir Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30 Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00 Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Fyrstu niðurstöður víðtækrar íslenskrar rannsóknar á afleiðingum höfuðmeisla hjá íslenskum íþróttakonum sýna að þær sem fá heilahristing eru mun líklegri til að finna fyrir þunglyndi og kvíða. Þetta kom fram í máli Hafrúnar Kristjánsdóttur, lektor við HR, á Rás 2 í morgun. Hafrún segir í viðtalinu að þær íþróttakonur sem hafi fengið heilahristing séu þrisvar sinnum líklegri til að vera yfir klínískum viðmiðum af þunglyndi og að þær finni fyrir meiri kvíða en þær sem ekki hafa fengið heilahristing. Reynt var að ná til allra kvenna hér á landi sem eru undir 45 ára og hafa stundað fótbolta, handbolta, körfubolta, íshokkí, júdó, karate og aðrar íþróttir þar sem höfuðmeiðsli eru algeng. 500 konur svöruðu og af þeim höfðum 300 fengið heilahristing minnst einu sinni. Umræðan um höfuðmeiðsli í íþróttum hefur verið meiri á undanförnum árum en í síðustu viku stóðu ÍSÍ og KSÍ fyrir súpufundi um málefnið. Meðal þess sem þar kom fram og fjallað var um í Fréttablaðinu í morgun er mikilvægi þess að koma í veg fyrir annan heilahristing á meðan einkenni þess fyrri eru enn til staðar. „Að fá annan heilahristing á meðan einkenni fyrri heilahristings eru enn til staðar getur valdið því að viðkomandi einstaklingur verði mun lengur að jafna sig,“ sagði Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen við Fréttablaðið. „Við upptröppun á álagi er mikilvægt að fara eftir einkennum því ef fólk harkar af sér og er með mikil einkenni getur það líka lengt bataferlið. Langflestir sem fá heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum en hjá um 10-20% vara einkenni lengur,“ sagði hún.
Íþróttir Tengdar fréttir Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30 Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00 Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Einkennin geta verið lúmsk Heilahristingur vegna iðkunar íþrótta og tómstunda er algengari en flestir halda. Mikilvægt er að bregðast fljótt við og hvílast fyrstu dagana eftir heilahristing og auka svo álagið smám saman. 12. febrúar 2019 09:30
Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum. 16. maí 2018 06:00
Skortur á úrræðum og fræðslu varðandi höfuðhögg íþróttafólks hér á landi Fyrrverandi landsliðskona í fótbolta sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar eftir höfuðhögg segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. 10. nóvember 2017 23:30