Trump fengi tæpan fjórðung fjárins sem hann krefst fyrir múrinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 10:36 Fréttamenn í þinghúsinu þyrsti í fréttir af viðræðunum frá Richard Shelby, formanni fjárlaganefndar öldungadeildarinnar. Vísir/EPA Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Bráðabirgðasamkomulag sem þingmenn demókrata og repúblikana náðu um útgjaldafrumvörp til að fjármagna rekstur ríkisstofnana eftir föstudaginn felur í tæplega 1,4 milljarða dollara fjárveitingu til girðinga og annarra hindrana á landamærunum að Mexíkó. Það er langt undir þeim 5,7 milljörðum sem Trump forseti hefur krafist. Ekki liggur fyrir hvort að hann muni leggja blessun sína yfir samkomulagið. Viðræður flokkanna hafa staðið yfir undanfarna daga og vikur en þeim er ætlað að tryggja að alríkisstofnunum verði ekki lokað aftur þegar núverandi fjárheimildir þeirra renna út eftir föstudaginn. Um fjórðungi alríkisstofnana var lokað í 35 daga í desember og janúar þegar Trump forseti hótaði að synja útgjaldafrumvarpi staðfestingar nema hann fengi hátt í sex milljarða í landamæramúrinn sem hann vill reisa. Svo virtist sem að viðræðurnar hefðu strandað á kröfu demókrata um að takmörk yrðu sett fyrir því hversu marga innflytjendur sem eru ólöglega í Bandaríkjunum yfirvöld mega hafa í haldi. Seint í gærkvöldi tilkynntu þingmenn um að samkomulag hefði náðst í aðalatriðum.Washington Post segir að demókratar hafi fallið frá þessari kröfu sinni þó að fjöldinn verði takmarkaður við það sem núverandi fjárheimildir Innflytjenda- og tollaeftirlitsins (ICE) leyfa. Flokkarnir hafi náð saman um fjárveitingu til tæplega níutíu kílómetra af nýjum girðingum á landamærunum. Trump hefur krafist fjár fyrir rúmlega 320 kílómetra af stál- og steypumúr. New York Times segir að í samkomulaginu felist einnig 1,7 milljarða dollara framlag í hert landamæraeftirlit. Vonir standi til að hægt verði að handsala samkomulagi strax í dag. „Með vofu annarrar lokunar ríkisstofnana svo nærri held ég að við höfum ekki viljað að það gerðist í kvöld,“ sagði Richard Shelby, öldungadeildarþingmaður repúblikana og formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar.Hörð viðbrögð á hægri vængnum Bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings þurfa að samþykkja frumvörp sem byggja á samkomulaginu en demókratar ráða þeirri fyrrnefndu og repúblikanar þeirri síðarnefndu. Stærsti óvissuþátturinn er hvað Trump forseti gerir. Á fjöldafundi með stuðningsmönnum í El Paso í Texas í gær sagði forsetinn að landamæramúrinn yrði byggður, sama hvað gerðist. Shelby sagðist telja og vona að forsetinn myndi skrifa undir frumvörp sem byggðu á samkomulaginu. Harðlínumenn á hægri vængnum hafa þegar brugðist illa við fréttum af samkomulagi flokkanna og gagnrýnt það harðlega. Sean Hannity, þáttastjórnandi á Fox News og trúnaðarvinur Trump, lýsti samkomulaginu sem „ruslmálamiðlun“. Ákvörðun Trump um að hafna málamiðlum flokkana um útgjaldafrumvörp í desember hefur gjarnan verið rakin til andstöðu harðlínumanna, meðal annars í hægrisinnuðum sjónvarpsþáttum sem forsetinn ver löngum stundum í að horfa á. Forsetinn hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til þess að ráðstafa fjármunum til landamæramúrs án samþykkis þingsins. Demókratar hafa sagst myndu fara með slíka ákvörðun fyrir dómstóla og margir repúblikanar eru andsnúnir þess lags útspili frá forsetanum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01 Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Demókratar og Repúblikanar komust að samkomulagi Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa komist að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik. 12. febrúar 2019 07:01
Vill fara fram hjá þinginu og byggja múrinn sjálfur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að einangrast varðandi byggingu múrs við landamæri Mexíkó. 8. febrúar 2019 15:30