BBC birtir myndband af atvikinu þar sem sjá má hvernig upptakan á fundi Trump fer úr skorðum þegar maðurinn reyndi að ná til tökuvélarinnar. Í frétt BBC segir að maðurinn hafi ýtt tökumanni BBC áður en hann hafi reynt að skemma vélina, án árangurs.
Í fréttinni segir einnig að atvikið hafi átt sér stað skömmu eftir að Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega
Fjöldafundur Trump bar yfirskriftina „Klárum múrinn„ en á fundinum eyddi Trump miklu púðri í að reyna að sannfæra stuðningsmenn sína um að hann myndi uppfylla helsta kosningaloforðið sitt, landamæramúrinn umdeilda á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Demókratar og Repúblikanar á Bandaríkjaþingi komust í nótt að samkomulagi sem ætlað er að koma í veg fyrir lokun alríkisstofnana næstkomandi föstudag eins og stefndi í á nýjan leik.
Heimildir fjölmiðla ytra herma að múrinn, eða girðingar á landamærunum fái fjárveitingu, en mun lægri upphæð en Trump hafði krafist.