Undirbúa slag um skattskýrslur Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. febrúar 2019 14:00 Alexandria Ocasio-Cortez og Michael Cohen í nefndarsal í gær. AP/Pablo Martinez Monsivais Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump til tíu ára, kallaði forsetann rasista, svikahrapp og bendlaði hann við lögbrot, eftir að hann tók við embætti, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær. Það var meðal nokkurra merkilegra hluta í vitnisburði Cohen en þingmenn Demókrataflokksins notuðu þó tækifærið einnig til að færast nær einu mikilvægu markmiði þeirra. Það er að fá afrit af skattskýrslum forsetans og mögulega opinbera þær. Saksóknarar og aðrir sérfræðingar hafa lýst því yfir við fjölmiðla ytra að vitnisburður Cohen sýni fram á að Trump hafi mögulega framið fjár- og skattsvik. Cohen var spurður út í skattskýrslur Trump og þá yfirlýsingar forsetans að hann gæti ekki opinberað þær þar sem þær væru í endurskoðun hjá Skattstofu Bandaríkjanna. Cohen sagðist telja að það væri ekki rétt. „Hann hefur sagt við mig að hann vilji ekki að fjölmargar hugveitur (Think tank) þar sem skattsérfræðingar vinni fari í gegnum skattskýrslur hans því þá myndi hann enda í alvöru endurskoðun. Að endingu myndi það hafa afleiðingar fyrir hann, sektir og slíkt,“ sagði Cohen.Spurður að því hvort hann vissi til þess að Trump hefði ýkt auð sinni í samskiptum við tryggingarfyrirtæki til að lækka iðgjöld sín, sagði Cohen svo vera. Cohen lýst þar að auki hvernig Trump beitti reiknibrellum til að greiða minni skatta. Þegar þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez spurði Cohen hvort skattskýrslur forsetans myndu varpa ljósi á málið sagði hann telja svo. Reyni Demókratar að koma höndum yfir skattskýrslur Trump er fastlega gert ráð fyrir því að Hvíta húsið myndi höfða mál til að reyna að koma í veg fyrir að þingmenn fái aðgang að skattskýrslum Trump. Forsvarsmenn Demókrataflokksins hafa því stigið varlega til jarðar í þeim málum og voru nokkur slík skref tekin í gær. Demókratar hafa á undanförnum mánuðum verið að byggja upp málflutning sinn í komandi málaferlum um skattskýrslur Trump. Það ferli mun halda áfram á næstu vikum og mánuðum í annarri þingnefnd sem er yfir skattmálum Bandaríkjanna.Þingmenn segja þá þingnefnd eiga eftir að kafa dýpra í nokkur ummæli Cohen í gær.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30
Bein útsending: Lögmaður Trump ræðir við þingmenn Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun saka forsetann um að hafa brotið lög í embætti og segja hann vera rasista og svikahrapp. 27. febrúar 2019 14:30