Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:38 Frá innsetningarathöfn Trump í janúar árið 2017. Innsetningarnefndin safnaði hundrað milljónum dollara fyrir hátíðarhöldin, jafnvirði tæpra tólf milljarða króna. Vísir/EPA Dómsmálaráðherra Washington-borgar hefur stefnt innsetningarnefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um gögn sem tengjast fjármálum hennar. Nefndin safnaði metupphæð fyrir innsetningarhátíð Trump árið 2016 og er rannsóknin sögð beinast að því hvort að henni hafi verið beitt til auðgunar fyrirtækja forsetans. Saksóknarar í New York hafa þegar stefnt nefndinni um upplýsingar. Washington Post segir að sú rannsókn virðist fyrst og fremst beinast að fjárframlögum sem nefndin tók við, ekki síst frá erlendum aðilum. Alls safnaði nefndin um 100 milljónum dollurum, tvöfalt meira en innsetningarnefnd Baracks Obama safnaði árið 2009 sem þá var met. Gögnin sem dómsmálaráðherra Washington-borgar sækist nú eftir tengjast hins vegar greiðslum til fjölskyldufyrirtækis Trumps eða Trump-alþjóðahótelsins í borginni. Blaðið segir að það bendi til þess að rannsóknin beinist að því hvort að nefndin hafi brotið lög sem eiga að tryggja að félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni séu notuð til að ágóða fyrir einkaaðila á óeðlilegan hátt. Fjárhagslegir bakhjarlar innsetningarnefndar Trump voru stórfyrirtæki og auðugir stuðningsmenn hans samkvæmt gögnum sem hún hefur skilað alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna. Möguleg brot af þessu tagi væru einkamál en ekki sakamál. Þó að dómsmálaráðherra Washington-borgar hafi takmörkuð völd til að reka sakamál getur hann sektað félög og fyrirtæki sem brjóta lög og reglur og jafnvel leyst þau upp. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Dómsmálaráðherra Washington-borgar hefur stefnt innsetningarnefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um gögn sem tengjast fjármálum hennar. Nefndin safnaði metupphæð fyrir innsetningarhátíð Trump árið 2016 og er rannsóknin sögð beinast að því hvort að henni hafi verið beitt til auðgunar fyrirtækja forsetans. Saksóknarar í New York hafa þegar stefnt nefndinni um upplýsingar. Washington Post segir að sú rannsókn virðist fyrst og fremst beinast að fjárframlögum sem nefndin tók við, ekki síst frá erlendum aðilum. Alls safnaði nefndin um 100 milljónum dollurum, tvöfalt meira en innsetningarnefnd Baracks Obama safnaði árið 2009 sem þá var met. Gögnin sem dómsmálaráðherra Washington-borgar sækist nú eftir tengjast hins vegar greiðslum til fjölskyldufyrirtækis Trumps eða Trump-alþjóðahótelsins í borginni. Blaðið segir að það bendi til þess að rannsóknin beinist að því hvort að nefndin hafi brotið lög sem eiga að tryggja að félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni séu notuð til að ágóða fyrir einkaaðila á óeðlilegan hátt. Fjárhagslegir bakhjarlar innsetningarnefndar Trump voru stórfyrirtæki og auðugir stuðningsmenn hans samkvæmt gögnum sem hún hefur skilað alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna. Möguleg brot af þessu tagi væru einkamál en ekki sakamál. Þó að dómsmálaráðherra Washington-borgar hafi takmörkuð völd til að reka sakamál getur hann sektað félög og fyrirtæki sem brjóta lög og reglur og jafnvel leyst þau upp.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30