Þýðir ekki að tuða en hanga sjálfur í símanum Björk Eiðsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 08:30 Bergrún segir ekki nóg að huga að lestrarhraðaviðmiðum barna heldur ættum við að huga meira að yndislestri og lestrargleði. Fréttablaðið/sigtryggur ari Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari er ein þeirra sem standa að árlegri ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir í Gerðubergi næstkomandi laugardag en gæði barnabóka hafa verið töluvert í umræðunni. „Maður hefði haldið að flestir væru sammála um mikilvægi vandaðra barnabóka,“ segir Bergrún aðspurð um málefnið. „Það að barnabækur skipti máli og fátt sé meira gefandi en lestur góðra bóka. Í fyrra mátti hinsvegar sjá athugasemdakerfin loga í tengslum við Láru-bækurnar hennar Birgittu Haukdal. Sumir fögnuðu því að nú ætti að skoða barnabækur ofan í kjölinn, myndskreytingarnar, efnistökin og orðavalið. Ræða málin og velta hlutum fyrir sér eins og hvort allt megi í barnabókum eða hvað geri barnabók góða eða vandaða. Um leið mátti heyra háværar raddir fólks sem fannst í raun óþarfi að taka gagnrýni á barnabækur alvarlega því þetta væri jú „bara barnabók“. Þessi orð, „bara barnabók“ eru eftirtektarverð. Hvaða skoðun sem hver og einn hafði á þessu ákveðna máli vorum við barnabókahöfundar sammála um að það væri ekkert „bara“ við barnabækur. Þetta undarlega viðhorf er kveikjan að þema Gerðubergsráðstefnunnar í ár. Yfirskriftin er þessi fleygu orð „þetta er bara barnabók“ sem ég veit að fyrirlesararnir munu fara létt með að hrekja næsta laugardag,“ segir hún ákveðin. Síðustu misseri hefur læsisvandi íslenskra barna æ oftar borið á góma og umræðan í kringum það töluverð sem Bergrún segir jákvætt. „Við viljum alls ekki að börnin okkar hætti að lesa eða tapi lesskilningnum. Góður lesskilningur er undirstaða svo margs í lífinu og vissulega þurfa börn að vera vel læs til að ráða betur við allt nám í framtíðinni. En þessi ákveðna orðræða skautar yfir aðra jafn mikilvæga þætti. Hvað með yndislestur og lestrargleði? Það að börn lesi sér ekki bara til gagns heldur til gamans. Að börn sæki í bækur bókanna vegna, en ekki til að ná lestrarhraðaviðmiðum.“Bergrún segir það gefa auga leið að foreldrar breyta engu með því að tuða um mikilvægi lesturs á meðan þeir hanga sjálfir yfir kattamyndböndum á YouTube.Vísir/gettyForeldrarnir með símann í höndunum Flest vitum við að lestraráhuginn er ekki einungis vakinn innan skólans heldur er nauðsyn að halda uppi virkni heima við og er ekki úr vegi að spyrja Bergrúnu um góð ráð í þeim efnum. „Hvað lestrarhvatningu inn á heimilinu varðar hef ég ekkert viðmið en mitt eigið heimili. Það er vitavonlaust að foreldri sé alltaf með símann í höndunum, rennandi yfir Facebook eða að rífast á athugasemdakerfunum, og ætlast á sama tíma til þess að barnið á heimilinu kunni að sökkva sér í bók. Það segir sig sjálft að foreldrar breyta engu með því að tuða um mikilvægi lesturs á meðan þeir hanga sjálfir yfir kattamyndböndum á YouTube. Besta ráðið sem ég get gefið foreldrum er því að byrja á sjálfum sér. Taka oftar upp bók sjálf. Þetta gildir um svo margt í uppeldinu. Vilji ég að börnin mín borði hollan mat verð ég fyrst að fylla ég diskinn minn af hollum mat. Af hverju ættu þau að vilja borða hýðishrísgrjón á meðan ég háma í mig franskar? Ef barnið vill alls ekki lesa er ágætt að líta í eigin barm og vera lesandi fyrirmynd.“Unglingar sem lesa mikið snúa sér að bókum á ensku Bergrún bendir á að íslenskar bækur mættu koma út á fleiri tungumálum íslensk börn af öðrum uppruna. „Það þarf að hlúa betur að tvítyngdu börnunum, fylla hillur skólabókasafnanna af fjölbreyttum bókakosti á móðurtungu sem flestra barna sem hér búa. Börn eru fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólík áhugasvið. Þau lifa hratt og vilja spennandi afþreyingu helst í gær. Ef við getum ekki skaffað þeim bækur sem svala lestrarþorstanum verða þau hratt afhuga bókum, eða skipta alfarið yfir í bækur á ensku. Þeir unglingar sem lesa mikið og hafa gaman af vönduðum bókum eru snöggir að bruna í gegnum þær örfáu unglingabækur sem út koma á íslensku fyrir jólin. Þess vegna snúa þau sér að enskunni. Við eigum stórkostlega höfunda sem skrifa bækur fyrir börn og unglinga. Þetta eru bækurnar sem verða til þess að skapa framtíðarskáld sem halda íslenskunni lifandi um ókomin ár.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur og teiknari er ein þeirra sem standa að árlegri ráðstefnu um barna- og unglingabókmenntir í Gerðubergi næstkomandi laugardag en gæði barnabóka hafa verið töluvert í umræðunni. „Maður hefði haldið að flestir væru sammála um mikilvægi vandaðra barnabóka,“ segir Bergrún aðspurð um málefnið. „Það að barnabækur skipti máli og fátt sé meira gefandi en lestur góðra bóka. Í fyrra mátti hinsvegar sjá athugasemdakerfin loga í tengslum við Láru-bækurnar hennar Birgittu Haukdal. Sumir fögnuðu því að nú ætti að skoða barnabækur ofan í kjölinn, myndskreytingarnar, efnistökin og orðavalið. Ræða málin og velta hlutum fyrir sér eins og hvort allt megi í barnabókum eða hvað geri barnabók góða eða vandaða. Um leið mátti heyra háværar raddir fólks sem fannst í raun óþarfi að taka gagnrýni á barnabækur alvarlega því þetta væri jú „bara barnabók“. Þessi orð, „bara barnabók“ eru eftirtektarverð. Hvaða skoðun sem hver og einn hafði á þessu ákveðna máli vorum við barnabókahöfundar sammála um að það væri ekkert „bara“ við barnabækur. Þetta undarlega viðhorf er kveikjan að þema Gerðubergsráðstefnunnar í ár. Yfirskriftin er þessi fleygu orð „þetta er bara barnabók“ sem ég veit að fyrirlesararnir munu fara létt með að hrekja næsta laugardag,“ segir hún ákveðin. Síðustu misseri hefur læsisvandi íslenskra barna æ oftar borið á góma og umræðan í kringum það töluverð sem Bergrún segir jákvætt. „Við viljum alls ekki að börnin okkar hætti að lesa eða tapi lesskilningnum. Góður lesskilningur er undirstaða svo margs í lífinu og vissulega þurfa börn að vera vel læs til að ráða betur við allt nám í framtíðinni. En þessi ákveðna orðræða skautar yfir aðra jafn mikilvæga þætti. Hvað með yndislestur og lestrargleði? Það að börn lesi sér ekki bara til gagns heldur til gamans. Að börn sæki í bækur bókanna vegna, en ekki til að ná lestrarhraðaviðmiðum.“Bergrún segir það gefa auga leið að foreldrar breyta engu með því að tuða um mikilvægi lesturs á meðan þeir hanga sjálfir yfir kattamyndböndum á YouTube.Vísir/gettyForeldrarnir með símann í höndunum Flest vitum við að lestraráhuginn er ekki einungis vakinn innan skólans heldur er nauðsyn að halda uppi virkni heima við og er ekki úr vegi að spyrja Bergrúnu um góð ráð í þeim efnum. „Hvað lestrarhvatningu inn á heimilinu varðar hef ég ekkert viðmið en mitt eigið heimili. Það er vitavonlaust að foreldri sé alltaf með símann í höndunum, rennandi yfir Facebook eða að rífast á athugasemdakerfunum, og ætlast á sama tíma til þess að barnið á heimilinu kunni að sökkva sér í bók. Það segir sig sjálft að foreldrar breyta engu með því að tuða um mikilvægi lesturs á meðan þeir hanga sjálfir yfir kattamyndböndum á YouTube. Besta ráðið sem ég get gefið foreldrum er því að byrja á sjálfum sér. Taka oftar upp bók sjálf. Þetta gildir um svo margt í uppeldinu. Vilji ég að börnin mín borði hollan mat verð ég fyrst að fylla ég diskinn minn af hollum mat. Af hverju ættu þau að vilja borða hýðishrísgrjón á meðan ég háma í mig franskar? Ef barnið vill alls ekki lesa er ágætt að líta í eigin barm og vera lesandi fyrirmynd.“Unglingar sem lesa mikið snúa sér að bókum á ensku Bergrún bendir á að íslenskar bækur mættu koma út á fleiri tungumálum íslensk börn af öðrum uppruna. „Það þarf að hlúa betur að tvítyngdu börnunum, fylla hillur skólabókasafnanna af fjölbreyttum bókakosti á móðurtungu sem flestra barna sem hér búa. Börn eru fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólík áhugasvið. Þau lifa hratt og vilja spennandi afþreyingu helst í gær. Ef við getum ekki skaffað þeim bækur sem svala lestrarþorstanum verða þau hratt afhuga bókum, eða skipta alfarið yfir í bækur á ensku. Þeir unglingar sem lesa mikið og hafa gaman af vönduðum bókum eru snöggir að bruna í gegnum þær örfáu unglingabækur sem út koma á íslensku fyrir jólin. Þess vegna snúa þau sér að enskunni. Við eigum stórkostlega höfunda sem skrifa bækur fyrir börn og unglinga. Þetta eru bækurnar sem verða til þess að skapa framtíðarskáld sem halda íslenskunni lifandi um ókomin ár.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Börn og uppeldi Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira