Spekileki Logi Einarsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Stúdentar hafa lengi barist fyrir betra námslánakerfi og kjörum á Íslandi en undanfarið hefur aukinn hiti færst í umræðuna. Hann er tilkominn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Í skugga aðgerðarleysis hefur dregið úr jöfnunarhlutverki lánasjóðsins með alvarlegum afleiðingum. Háskólanemar búa margir við mun krappari kjör en flestir aðrir samfélagshópar. Birtingarmynd þessa er ekki síður alvarleg fyrir íslenskt samfélag og mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld. Ekki síst þegar við siglum inn í miklar samfélags- og tæknibreytingar. Við þurfum á vel menntuðu ungu fólki að halda til að tryggja að íslenskt atvinnulíf verði áfram samkeppnishæft við aðrar þjóðir. Í dag getur ungt fólk valið hvar á hnettinum það starfar og því þarf að skapa því aðstæður sem gerir það eftirsóknarvert búa á Íslandi. Eitt af því sem skiptir höfuðmáli er að tryggja að ungt fólk sem sækir sér menntun erlendis snúi aftur heim. Það er því áhyggjuefni, að í fyrsta skipti horfumst við nú í augu við að fleiri íslenskir háskólanemar, sem kjósa að læra á Norðurlöndunum, velja frekar að taka lán hjá erlendum sjóðum en LÍN. Þetta er grafalvarleg þróun. Meirihluti íslenskra nemenda erlendis sér nefnilega ekki fram á að geta framfleytt sér á harkalegu framfærsluviðmiði íslenska sjóðsins og þeir eiga ekki að þurfa að vinna með námi. Erlendir námslánasjóðir setja síðan sumir þau skilyrði gegn láni að nemandi starfi í námslandinu einhver ár eftir útskrift. Við erum þannig að búa til spekileka með meingölluðu lánasjóðskerfi. Það skaðar samkeppnishæfi íslensks atvinnulífs, því bráðnauðsynleg þekking skilar sér ekki heim, auk þess sem það gerir það síður eftirsóknarvert, jafnvel illviðráðanlegt fyrir marga, að stunda háskólanám yfirhöfuð. Sýnum stúdentum samstöðu, tryggjum hærri framfærslu, sanngjarnara frítekjumark og bætum fyrirkomulag lána strax. Tökum síðan markviss skref í átt að norrænu styrkjakerfi sem tryggir lífsgæði háskólanema og ýtir undir jafnrétti til náms. Þó auðvitað sé alltaf erfitt að spá fyrir um síhvikula framtíð er öruggt að það er fjárfesting sem mun margborga sig.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar