Veðurfræðingur um óveðrið: „Allsvakalegar hamfarir“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2019 15:30 Einn af þeim bílum þar sem rúður höfðu sprungið á veginum um Hvalsnes í morgun. Björgunarfélag Hornafjarðar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segist ekki hissa á þeim hamförum sem hafa átt sér stað í veðurofsanum í morgun þar sem rúður hafa sprungið í bílum og klæðning rifnað af vegum. Veðrið var hvað verst á Suðausturlandi þar sem björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í morgun. Strax um hálf fimm í morgun barst útkall vegna erlendra ferðamanna sem voru í vanda við Hvalsnes þar sem stormurinn var svo öflugur að möl tókst á loft og sprengdi rúður í bíl sem þeir höfðu á leigu. Það sama gerðist síðan aftur upp úr klukkan níu en heilt yfir sprungu rúður í fimm bílum á veginum um Hvalnes. Klæðning fauk einnig af veginum í Lóni við gangnamunna undir Almannaskarð.Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit.Björgunarfélag HornafjarðarEinar segir að suðvestanáttin hafi komið í loftköstum af fjallgarðinum sem skilur að Nes og Lón, líkast til ofan af skarðinu sjálfu. „Hann var heldur ekki árennilegur strengurinn í fjallhæð um það leyti sem veður náði hámarki fyrir hádegi. 850 hPa vindurinn kl. 8 í morgun sést á litskrúðuga kortinu og má lesa þegar glöggt er skoðað 48-50 m/s í fjallahæð á þessum slóðum,“ skrifar Einar á Facebook-síðu sína. Um svipað leyti náði meðalvindur í Papey um 41 metra á sekúndu að sögn Einars sem bætir við að það sé óskaplega mikill vindur á alla mælikvarða. „Enda er maður ekki hissa í þessum hamförum að grjót hafi flogið í Hvalnesskriðum úr öllum áttum og að byggingarhlutar á Höfn jafnframt gefið sig, sbr. bræðslu Skinney-Þinganess.“ Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00 Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segist ekki hissa á þeim hamförum sem hafa átt sér stað í veðurofsanum í morgun þar sem rúður hafa sprungið í bílum og klæðning rifnað af vegum. Veðrið var hvað verst á Suðausturlandi þar sem björgunarsveitarmenn höfðu í nógu að snúast í morgun. Strax um hálf fimm í morgun barst útkall vegna erlendra ferðamanna sem voru í vanda við Hvalsnes þar sem stormurinn var svo öflugur að möl tókst á loft og sprengdi rúður í bíl sem þeir höfðu á leigu. Það sama gerðist síðan aftur upp úr klukkan níu en heilt yfir sprungu rúður í fimm bílum á veginum um Hvalnes. Klæðning fauk einnig af veginum í Lóni við gangnamunna undir Almannaskarð.Frá veginum að Almannaskarðsgöngum í Lónssveit.Björgunarfélag HornafjarðarEinar segir að suðvestanáttin hafi komið í loftköstum af fjallgarðinum sem skilur að Nes og Lón, líkast til ofan af skarðinu sjálfu. „Hann var heldur ekki árennilegur strengurinn í fjallhæð um það leyti sem veður náði hámarki fyrir hádegi. 850 hPa vindurinn kl. 8 í morgun sést á litskrúðuga kortinu og má lesa þegar glöggt er skoðað 48-50 m/s í fjallahæð á þessum slóðum,“ skrifar Einar á Facebook-síðu sína. Um svipað leyti náði meðalvindur í Papey um 41 metra á sekúndu að sögn Einars sem bætir við að það sé óskaplega mikill vindur á alla mælikvarða. „Enda er maður ekki hissa í þessum hamförum að grjót hafi flogið í Hvalnesskriðum úr öllum áttum og að byggingarhlutar á Höfn jafnframt gefið sig, sbr. bræðslu Skinney-Þinganess.“
Björgunarsveitir Veður Tengdar fréttir Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00 Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rúður sprungu í fimm bílum í veðurofsanum Klæðning fauk af veginum í Lónssveit. 26. febrúar 2019 13:00
Klæðning rifnaði af veginum í storminum Mikill ofsi í veðrinu austanlands í morgun. 26. febrúar 2019 14:16