Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 14:00 Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump. AP/Susan Walsh Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna tráa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira