Talið að bíll hafi farið i Ölfusá Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. febrúar 2019 22:17 Frá vettvangi. Vísir/MHH Mikið lið viðbragðsaðila er við Ölfusá á Selfossi eftir að tilkynning barst um að bíll væri í ánni. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðfestir að allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafi verið boðaðar út en að auk þess sem óskað hafi verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þá er einnig er búið að óska eftir björgunarsveitum úr Reykjavík með öfluga ljóskastara til að lýsa upp ánna og svæðið í kring.Uppfært 22:20Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrla fari af stað frá Reykjavík á næstu mínútum. Uppfært 22:30Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um að bíll hafi farið í Ölfusá. Bíllinn hafi hins vegar enn ekki sést en brak hefur verið að koma upp. Brak eins og stuðarar og rúðuskafa. Björgunarsveitir úr allri Árnessýslu hafa verið sendir á staðinn, auk slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Uppfært 22:59Leit björgunarsveitarmanna við Ölfusá á Selfossi, eftir að tilkynning barst um að bíll hefði farið í ánna, er mjög umfangsmikil. Björgunarsveitarmenn ganga meðfram bökkum og bátum er siglt upp og niður ána. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er komin á vettvang og leitar áhöfnin úr lofti. Þá hafa slökkviliðsmenn notast við hitamyndavél við leit. Aðgerðum er stjórnað úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að skipulag leitarinnar sé umfangsmikið og líklegt að leitað verði fram eftir nótt.Fréttin hefur verið uppfærð.Stjórnendur viðbragðsaðila virða fyrir sér ánna en talið er að bíll hafi farið í hana.Vísir/MHHGengið er með bökkum Ölfusár og þá hafa slökkviliðsbílar verið notaðir til þess að lýsa upp ánna.Vísir/MHHÖflugir kastarar eru notaðir til þess að lýsa upp ánna sem er krafmikil. Kalt er á vettvangi og nokkur vindur. Leitað verður fram á nóttVísir/MHH Árborg Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Mikið lið viðbragðsaðila er við Ölfusá á Selfossi eftir að tilkynning barst um að bíll væri í ánni. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðfestir að allar björgunarsveitir í Árnessýslu hafi verið boðaðar út en að auk þess sem óskað hafi verið eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Þá er einnig er búið að óska eftir björgunarsveitum úr Reykjavík með öfluga ljóskastara til að lýsa upp ánna og svæðið í kring.Uppfært 22:20Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þyrla fari af stað frá Reykjavík á næstu mínútum. Uppfært 22:30Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að tilkynning hafi borist um að bíll hafi farið í Ölfusá. Bíllinn hafi hins vegar enn ekki sést en brak hefur verið að koma upp. Brak eins og stuðarar og rúðuskafa. Björgunarsveitir úr allri Árnessýslu hafa verið sendir á staðinn, auk slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu, lögreglu og sjúkraflutningamönnum. Uppfært 22:59Leit björgunarsveitarmanna við Ölfusá á Selfossi, eftir að tilkynning barst um að bíll hefði farið í ánna, er mjög umfangsmikil. Björgunarsveitarmenn ganga meðfram bökkum og bátum er siglt upp og niður ána. Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SYN er komin á vettvang og leitar áhöfnin úr lofti. Þá hafa slökkviliðsmenn notast við hitamyndavél við leit. Aðgerðum er stjórnað úr Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að skipulag leitarinnar sé umfangsmikið og líklegt að leitað verði fram eftir nótt.Fréttin hefur verið uppfærð.Stjórnendur viðbragðsaðila virða fyrir sér ánna en talið er að bíll hafi farið í hana.Vísir/MHHGengið er með bökkum Ölfusár og þá hafa slökkviliðsbílar verið notaðir til þess að lýsa upp ánna.Vísir/MHHÖflugir kastarar eru notaðir til þess að lýsa upp ánna sem er krafmikil. Kalt er á vettvangi og nokkur vindur. Leitað verður fram á nóttVísir/MHH
Árborg Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Lögreglumál Slökkvilið Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira