TikTok slær í gegn en er notað til eineltis Ari Brynjólfsson skrifar 25. febrúar 2019 07:00 Smáforritið TikTok hefur slegið í gegn víða um heim. Vísir/Getty Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Nýtt smáforrit hefur gert vart við sig í grunnskólum landsins og dæmi eru um að það sé notað til að leggja börn í einelti. Forritið er kínverskt og heitir TikTok. Það gengur út á að búa til nokkurra sekúndna tónlistarmyndbönd þar sem notandinn tekur saman myndbandsklippur, syngur með og bætir við tæknibrellum. TikTok er ný útgáfa af smáforritinu Musical.ly sem naut fádæma vinsælda um allan heim fyrir nokkrum árum. Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segir smáforritið ekki einskorðast við íslenska skóla og rætt hafi verið sérstaklega um TikTok á samevrópskum vettvangi Insafe nú í vetur. „Þetta app hefur verið mjög vinsælt í einhvern tíma. Fyrst sem Musical.ly, nú sem TikTok. Þetta eru örstutt myndbönd, svo er hægt að senda skilaboð. Um leið og það er hægt að nota smáforrit til að hafa samskipti þá er alltaf hætta á að þau séu líka notuð til leiðinlegra samskipta,“ segir Hrefna. „Ef það er eitthvað misgott í gangi í hópum þá er þetta ein leið til að halda áfram að vera með neikvæð samskipti.“Hér má sjá TikTok í notkun.Kári Sigurðsson, aðstoðarforstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Hólmasels, hefur unnið að því síðustu fimm ár að fræða ungmenni um virðingu á samfélagsmiðlum. Hann hefur orðið var við umræðu meðal barna og unglinga um TikTok. Er það upplifun hans að yngri aldurshópar, þá ungmenni á aldrinum 10 til 13 ára, noti smáforrit á borð við TikTok til að leggja aðra í einelti. Unglingar noti hins vegar Snapchat og Instagram, þar sem þau forrit eru hvað vinsælust. „Þetta er voðalega krúttlegt forrit þegar maður skoðar það fyrst, það er síðan hægt að stilla það á ýmsa vegu,“ segir Kári um TikTok. Hann segir flest ungmenni haga sér vel í samskiptum, en vandinn sé sá að einelti í dag er mun meira falið en það var. „Það er ekki lengur jafn áþreifanlegt, það fer nú að miklu leyti fram í gegnum samfélagsmiðlana. Oft inni í lokuðum hópum þar sem ýmiss konar viðbjóður grasserar.“ Hrefna segir mikilvægt að kenna börnum gagnrýna hugsun og að setja sig í spor annarra. „Það er mikilvægt fyrir foreldra að vita hvaða öpp eru í gangi og hvað er hægt að gera með þeim. Besta leiðin til þess er að prófa sjálfur. Appið er ekki vandamálið, það er hegðunin. Það kemur alltaf nýtt app og því farsælast að reyna að komast fyrir rót vandans.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira