Fengu ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 18:37 Davíð Karl Wiium (til hægri) er nú staddur í Dyflinni þar sem hann leitar bróður síns, Jóns Þrastar Jónssonar (til vinstri). Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Sjálfboðaliðar sem tóku þátt í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingnum sem hvarf í Dyflinni á Írlandi þann 9. febrúar síðastliðinn, fengu í dag ábendingar frá fólki sem telur sig mögulega hafa séð til Jóns. Þá öfluðu sjálfboðaliðarnir myndefnis sem komið var til lögreglu í Dyflinni. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni um hábjartan dag um þarsíðustu helgi, án síma, veskis og vegabréfs. Fjölskylda Jóns Þrastar hélt út til Dyflinnar fljótlega eftir að hann hvarf en boðað var til fjölmennrar sjálfboðaliðaleitar í dag.Sjá einnig: Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Davíð Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að leitin hafi gengið mjög vel en hátt í hundrað manns tóku þátt í leitinni, þar af um sjötíu írskir sjálfboðaliðar. „Þetta gekk allt áfallalaust fyrir sig og við komust yfir allt sem við ætluðum okkur í dag. Við náðum að afla miklu af góðum gögnum sem við náðum að taka saman og skiluðum inn til lögreglunnar eftir að leit lauk og við erum ótrúlega sátt með daginn.“Hvaða gögn létuð þið lögreglu fá?„Við náðum einhverjum myndavélum sem eru í einkaeigu, sem við höfum grun um að lögregla hafi ekki getað komist yfir, það er náttúrulega erfitt,“ segir Davíð.Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leituðu hans í Dyflinni í dag.Þá hafi leitarhópurinn einbeitt sér að því að ganga í hús á leitarsvæðunum. „Þannig að við gengum hús í hús, nokkur hundruð eða þúsund hús, töluðum við nágranna og sýndum þeim mynd af Jóni og spurðum þau hvort þau vissu eitthvað eða hefðu séð eitthvað og út frá því fengum við margar góðar ábendingar frá fólki sem taldi sig mögulega hafa séð hann. Og fengum eitthvað myndefni af því svæði þar sem hann sást síðast, sem lögreglan er að vinna úr.“ Fjölskylda Jóns mun halda áfram leit í Dyflinni næstu daga. Þau vonast til þess að björgunarsveitir á Írlandi taki við keflinu. „En ef það gerist ekkert nýtt á næstu dögum þá verður eflaust hrint af stað annarri stórleit,“ segir Davíð.Fjallað verður ítarlega um leitina að Jóni Þresti í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Írland Leitin að Jóni Þresti Lögreglumál Tengdar fréttir Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25 Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13 Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Skoða fjölda nýrra ábendinga í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Þá er búist við góðri þátttöku í stórri sjálfboðaliðaleit að Jóni Þresti í Dyflinni á morgun. 22. febrúar 2019 11:25
Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða leita Jóns Þrastar Hátt í hundrað írskra sjálfboðaliða, ásamt fjölskyldu og vinum Jóns Þrastar Jónssonar, leita hans nú í Dyflinni en hans hefur verið saknað í tvær vikur. Utanríkisráðuneytið hefur vakið máls við írsk yfirvöld á hugsanlegri aðkomu írskra björgunarsveita í málinu og þá starfa íslensk og írsk lögregluyfirvöld náið saman. 23. febrúar 2019 12:13
Fjölskylda Jóns Þrastar gagnrýnin á lítil afskipti yfirvalda í málinu: „Hann er kletturinn í fjölskyldunni“ Systir og mágkona Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dyflinni fyrir tíu dögum, eru gagnrýnar á lítil afskipti íslenskra yfirvalda í málinu. Fjölskyldan hafi þurft að sækja alla aðstoð sjálf. Þær segja málið algjöra ráðgátu, Jón sé mikill fjölskyldumaður sem hafi ekki verið í neinu rugli. 19. febrúar 2019 19:00