Handbolti

Halldór Jóhann lætur af störfum hjá FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Halldór Jóhann Sigfússon er að hætta hjá FH.
Halldór Jóhann Sigfússon er að hætta hjá FH. Vísir/Daníel
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH í Olís-deild karla í handbolta, lætur af störfum hjá félaginu í lok leiktíðar en frá þessu greina FH-ingar á Facebook-síðu sinni.

Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart þar sem að Halldór Jóhann hefur náð frábærum árnagri með FH-liðið en hann fór í lokaúrslit með það á síðustu leiktíð og 2017 en tapaði í bæði skiptin fyrir Val og svo ÍBV

Síðast á þriðjudaginn kom Halldór Jóhann löskuðu liði FH í undanúrslit Coca Cola-bikarsins með flottum útisigri á Aftureldingu en nú er ljóst að hann hverfur til annarra starfa eftir tímabilið.

Halldór Jóhann er búinn að taka samningstilboði U21 árs liðs Barein en hann mun stýra því á HM sem fram fer á Spáni í sumar.

FH er sem stendur í fjórða sæti Olís-deildar karla með 22 stig, jafnmörg stig og Selfoss en FH-ingar eiga næst leik á móti ÍR á sunnudaginn í Kaplakrika klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×