Erlent

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins segir af sér

Andri Eysteinsson skrifar
Bill Shine hefur ákveðið að segja af sér úr starfsliði Donald Trump
Bill Shine hefur ákveðið að segja af sér úr starfsliði Donald Trump Getty/Bloomberg
Bill Shine, sem gengt hefur embætti fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins hefur ákveðið að segja af sér. Talskona Hvíta hússins. Sarah Huckabee Sanders greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag.

Shine sem vann áður fyrir Fox News gekk til liðs við starfslið Bandaríkjaforseta í júlí á síðasta ári, er hann fimmti fjölmiðlafulltrúi stjórnar Donald Trump en áður höfðu Sean Spicer, Mike Dubke, Anthony Scaramucci og Hope Hicks gengt starfinu. Shine hafði verið í hlutverkinu í 246 daga, aðrir fjölmiðlafulltrúar Trump höfðu verið í styttri tíma í embætti.

Shine er þó ekki hættur að vinna fyrir Bandaríkjaforseta, Shine sagði starfið vera það mest gefandi sem hann hefur unnið og sagðist hlakka til að vinna að endurkjöri Trump. Shine mun ganga til liðs við kosningabaráttu forsetans sem yfirráðgjafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×