Stofnandi nuddstofunnar þar sem Kraft var gómaður horfði á Superbowl með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 15:30 Robert Kraft, eigandi New England Patriots, og vinur Donald Trump til langs tíma. AP/Chris O'Meara Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Konan sem stofnaði nuddstofuna þar sem Robert Kraft, eigandi New England Patriots, er sakaður um að hafa keypt sér vændi, fagnaði Superbowl-sigri Patriots með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og vini Kraft. Konan, sem heitir Li Yang, en er kölluð Cindy, er reglulegur gestur í klúbbum Trump og hefur þar að auki komið í Hvíta húsið. Kraft er sakaður um að hafa borgað fyrir munnmök að morgni 20. janúar og er lögreglan með myndband af Kraft. Hann þvertekur þó fyrir það að hafa brotið lög. Yang segist hafa selt umrædda nuddstofu fyrir löngu síðan en nokkrar nuddstofur eru þó enn í eigu fjölskyldu hennar. Engin af þeim tíu nuddstofum sem hefur verið lokað að undanförnu vegna mansals og vændis er skráð í eigu hennar eða fjölskyldu hennar.Samkvæmt ítarlegri umfjöllun Miami Herald hafa nuddstaðir fjölskyldunnar þó vakið athygli lögregluembætta vegna gruns um vændi. Þar að auki fundu blaðamenn fundu víða umræður á netinu þar sem menn ræða um vændiskaup þar sem nuddstofur fjölskyldunnar eru nefndir. „Ef þú vilt einfalt nudd og tog, þá er þetta mögulega besti staðurinn á West Palm Beach,“ sagði einni maður á netinu. Starfsmaður annarrar nuddstofu í eigu fjölskyldunnar sagði lögreglu árið 2016 að starfsmenn væru að stunda vændi. Sú kona segist hafa verið að vinna á nuddstofunni og segir að þegar hún hafi fundið smokka í ruslinu hafi hún fengið vin sinn sem talaði ensku til að hringja í lögregluna. Þá sagði hún Miami Herald frá því að viðskiptavinur hefði eitt sinn krafist þess að hún hefði munnmök við hann. Eftir að hún hljóp grátandi út, var hún skömmuð fyrir að móðga viðskiptavininn. Blaðamenn Miami Herald fundu fjölmargar vísbendingar um að vændi hafi verið stundað á nuddstofum Yang. Í samtali við Herald sagði Yang hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu nokkurn tímann brotið lögin. Hún vildi ekki svara spurningum um hvort hún hefði vitað af ásökununum um að vændi væri stundað á nuddstofum hennar. Þá sagðist hún væri hætt að reka nuddstofur og væri að flytja til Washington DC. Yang segist þar að auki ekki þekkja Trump persónulega. Hann hafi bara starfað sem sjálfboðaliði á kosningatengdum viðburðum og hafi sótt einhverja viðburði í klúbbum hans. Miami Herald segir engin ummerki um að Yang hafi haft áhuga á stjórnmálum fyrir forsetakosningarnar 2016. Fyrir þær hafi hún ekki kosið í tíu ár. Eftir kosningarnar hafi hún hins vegar mætt á fjölmarga viðburði Repúblikanaflokksins með allri austurströnd Bandaríkjanna. Á Facebook síðu hennar fundu blaðamenn fjölmargar myndir af henni með ýmsum aðilum sem koma að stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Donald Trump, synir hans Trump yngri og Eric, Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, Rick Scott þingmaður og Sarah Palin. Enginn sem Miami Herald ræddi við sagðist kannast við Yang.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49 Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Eigandi Patriots þvertekur fyrir að hafa keypt vændi Kraft mun hafa verið tvisvar sinnum kvikmyndaður við kynmök á nuddstofu í Flórída, með földum myndavélum lögreglu. 23. febrúar 2019 09:49
Kraft fór á vændishúsið sama dag og Patriots lék gegn Kansas City Hinn 77 ára gamli Robert Kraft, eigandi NFL-meistara New England Patriots, hefur verið kærður fyrir að kaupa sér vændisþjónustu í tvígang í Flórída. 26. febrúar 2019 12:30