Stefnir fyrirtæki Trump vegna lögfræðikostnaðar Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2019 09:31 Cohen þegar hann var á leið að bara vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku. Vísir/EPA Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur stefnt Trump-fyrirtækinu. Hann sakar fyrirtækið um samningsbrot þegar það hætti að endurgreiða honum vegna lögfræðikostnaðar um leið og hann byrjaði að vinna með saksóknurum í New York. Í stefnunni heldur Cohen því fram að Trump-fyrirtækið hafi gert við hann samning um að greiða fyrir lögfræðiskostnað sem væri til kominn vegna starfa hans fyrir fyrirtækið. Ástæðan hafi verið fjöldi rannsókna, bæði Bandaríkjaþings og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þann samning hafi Trump-fyrirtækið rofið þegar Cohen byrjaði að vinna með saksóknurum. Krefst Cohen einnig 1,9 milljóna króna af Trump-fyrirtækinu vegna sekta, bóta og eignaupptöku sem hann var dæmdur til að sæta eftir að hann játaði sig sekan um að hafa brotið kosningalög, svíkja undan skatti og ljúga að Bandaríkjaþingi, að því er segir í frétt New York Times. Cohen hefur haldið því fram að Trump hafi skipað sér að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Sú greiðsla var talin brot á kosningalögum. Hann hafi síðan logið fyrir þingnefnd um tilraunir Trump til að ná samningi um háhýsi í Moskvu til að vernda forsetann. Lögmaður Trump-fyrirtækisins hafnar því alfarið að það skuldi Cohen. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna brota sinna. Hann á að hefja afplánun í maí. Í vitnisburði fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku lýsti Cohen Trump forseta sem „svikahrappi“ og „rasista“. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur stefnt Trump-fyrirtækinu. Hann sakar fyrirtækið um samningsbrot þegar það hætti að endurgreiða honum vegna lögfræðikostnaðar um leið og hann byrjaði að vinna með saksóknurum í New York. Í stefnunni heldur Cohen því fram að Trump-fyrirtækið hafi gert við hann samning um að greiða fyrir lögfræðiskostnað sem væri til kominn vegna starfa hans fyrir fyrirtækið. Ástæðan hafi verið fjöldi rannsókna, bæði Bandaríkjaþings og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þann samning hafi Trump-fyrirtækið rofið þegar Cohen byrjaði að vinna með saksóknurum. Krefst Cohen einnig 1,9 milljóna króna af Trump-fyrirtækinu vegna sekta, bóta og eignaupptöku sem hann var dæmdur til að sæta eftir að hann játaði sig sekan um að hafa brotið kosningalög, svíkja undan skatti og ljúga að Bandaríkjaþingi, að því er segir í frétt New York Times. Cohen hefur haldið því fram að Trump hafi skipað sér að greiða klámmyndaleikkona til að þegja um kynferðislegt samband þeirra í kosningabaráttunni árið 2016. Sú greiðsla var talin brot á kosningalögum. Hann hafi síðan logið fyrir þingnefnd um tilraunir Trump til að ná samningi um háhýsi í Moskvu til að vernda forsetann. Lögmaður Trump-fyrirtækisins hafnar því alfarið að það skuldi Cohen. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna brota sinna. Hann á að hefja afplánun í maí. Í vitnisburði fyrir eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í síðustu viku lýsti Cohen Trump forseta sem „svikahrappi“ og „rasista“.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir „Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00 Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
„Hann er rasisti. Hann er svikahrappur. Hann er svindlari“ Fjölmiðlar ytra hafa komið höndum yfir upphafsyfirlýsingu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Donald Trump. 27. febrúar 2019 11:00
Varaði þingmenn við að fylgja Trump í blindni Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, sakaði hann um að hafa brotið lög sem forseti á maraþonfundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem stóð í rúma sjö tíma. 27. febrúar 2019 23:30