Dýrasti nýi bíll sögunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. mars 2019 15:00 La Voiture Noire var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Genf. Epa/Martial Trezzini Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti. Bílar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti í gær dýrustu nýju bifreið sögunnar. Bíllinn, La Voiture Noire (ís. Svarti bíllinn), hefur þegar verið seldur og er kaupverðið sagt nema hið minnsta 11 milljónum evra, 1,5 milljörðum króna. Nákvæm upphæð hefur ekki verið gefin upp en ljóst er að hann er dýrari en fyrri methafi, Rolls Royce Sweptail, sem kostar að jafnaði rúmlega 1,2 milljarða. Bugatti-bíllinn er sagður geta náð rúmlega 100 kílómetra hraða á um 2,6 sekúndum og að hámarkshraði hans sé um 420 km/klst. Hann er með 1500 hestafla, 16 strokka vél og áætlað er að hann eyði um 35 lítrum á hundraði í venjulegum stórborgarakstri. Bíllinn er framleiddur í tilefni af 110 ára afmæli Bugatti sem fagnað er í ár. Aðeins einn La Voiture Noire hefur verið framleiddur og ekkert hefur fengist uppgefið um kaupandann. Breska ríkisútvarpið telur að um Ferdinand Piech kunni að vera að ræða en Piech þessi er barnabarn stofnanda bifreiðaframleiðandans Porsche. Það gerist ekki á hverjum degi sem bílaframleiðendur smíða einstaka, rándýra ofurbíla eins og þennan. Greinendur segja að þeir geti engu að síður grætt dágóðan skilding á slíkri framleiðslu, auk þess sem auglýsingagildið sé töluvert. Hér að neðan má sjá myndband sem Bloomberg tók saman um Svarta bílinn. Frekari upplýsingar um bílinn má nálgast á vef Bugatti.
Bílar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira