Tekjur Bláa lónsins 15,5 milljarðar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 07:45 Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtri ársskýrslu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex Renewable Energy. Til samanburðar voru tekjurnar um 13,9 milljarðar króna allt árið 2017. Innergex eignaðist sem kunnugt er 54 prósenta hlut í HS Orku, sem á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, þegar yfirtaka orkufyrirtækisins á Alterra Power gekk í gegn þann 6. febrúar í fyrra. Upplýst er í ársskýrslu kanadíska fyrirtækisins að Bláa lónið hafi hagnast um ríflega 2,6 milljarða króna á umræddu tímabili, frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, en heildarafkoma ferðaþjónustufyrirtækisins var á sama tíma jákvæð um tæplega 800 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður Bláa lónsins var um 4,2 milljarðar króna árið 2017.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsvísir/pjeturAðlöguð EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um tæpa 5 milljarða króna á umræddum 329 dögum en á síðustu þremur mánuðum ársins var hún jákvæð um 1,2 milljarða króna. Þá voru rekstrargjöld Bláa lónsins um 10,6 milljarðar króna á tímabilinu, að því er fram kemur í ársskýrslu Innergex. Á fundi með fjárfestum í tilefni af ársuppgjöri Innergex í liðinni viku sögðust stjórnendur félagsins vera ánægðir með hve vel söluferlið á 54 prósenta hlut þess í HS Orku gengi. Áhugi fjárfesta væri greinilega „mjög mikill“. Innergex bauð hlutinn til sölu síðasta haust, eins og greint var frá í Markaðinum, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Forsvarsmenn kanadíska félagsins kváðust sáttir við þær viðræður sem nú væru í gangi og vonuðust til þess að geta sagt frekari fregnir af sölunni á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Heildarafkoma HS Orku var neikvæð um 3,1 milljarð króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, eins og fram kemur í ársskýrslu Innergex, en aðlöguð EBITDA íslenska orkufyrirtækisins var jákvæð á sama tímabili um 2,5 milljarða króna. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira
Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, að því er fram kemur í nýbirtri ársskýrslu kanadíska orkufyrirtækisins Innergex Renewable Energy. Til samanburðar voru tekjurnar um 13,9 milljarðar króna allt árið 2017. Innergex eignaðist sem kunnugt er 54 prósenta hlut í HS Orku, sem á 30 prósenta hlut í Bláa lóninu, þegar yfirtaka orkufyrirtækisins á Alterra Power gekk í gegn þann 6. febrúar í fyrra. Upplýst er í ársskýrslu kanadíska fyrirtækisins að Bláa lónið hafi hagnast um ríflega 2,6 milljarða króna á umræddu tímabili, frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, en heildarafkoma ferðaþjónustufyrirtækisins var á sama tíma jákvæð um tæplega 800 milljónir króna. Þess má geta að hagnaður Bláa lónsins var um 4,2 milljarðar króna árið 2017.Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsinsvísir/pjeturAðlöguð EBITDA félagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – var jákvæð um tæpa 5 milljarða króna á umræddum 329 dögum en á síðustu þremur mánuðum ársins var hún jákvæð um 1,2 milljarða króna. Þá voru rekstrargjöld Bláa lónsins um 10,6 milljarðar króna á tímabilinu, að því er fram kemur í ársskýrslu Innergex. Á fundi með fjárfestum í tilefni af ársuppgjöri Innergex í liðinni viku sögðust stjórnendur félagsins vera ánægðir með hve vel söluferlið á 54 prósenta hlut þess í HS Orku gengi. Áhugi fjárfesta væri greinilega „mjög mikill“. Innergex bauð hlutinn til sölu síðasta haust, eins og greint var frá í Markaðinum, en gróflega áætlað gæti virði hlutarins verið í kringum þrjátíu milljarðar króna. Forsvarsmenn kanadíska félagsins kváðust sáttir við þær viðræður sem nú væru í gangi og vonuðust til þess að geta sagt frekari fregnir af sölunni á næstunni, jafnvel á næstu vikum. Heildarafkoma HS Orku var neikvæð um 3,1 milljarð króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra, eins og fram kemur í ársskýrslu Innergex, en aðlöguð EBITDA íslenska orkufyrirtækisins var jákvæð á sama tímabili um 2,5 milljarða króna.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Fleiri fréttir Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Sjá meira