Nálgast samkomulag um vöruviðskipti eftir Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:30 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Brexit Utanríkismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Brexit Utanríkismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Sjá meira