Nálgast samkomulag um vöruviðskipti eftir Brexit Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2019 20:30 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Brexit Utanríkismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Íslensk og bresk stjórnvöld eru að nálgast samkomulag um vöruviðskipti ríkjanna eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu að sögn sendiherra Bretlands á Íslandi. Utanríkisráðherra segir heppilegra fyrir Ísland ef Bretar ná samningum við Evrópusambandið fyrir útgönguna. Ríkisstjórn Theresu May hyggst halda til streitu fyrirliggjandi samningi við Evrópusambandið sem brösulega hefur gengið að fá samþykktan í breska þinginu. Önnur atkvæðagreiðsla er áformuð á þriðjudaginn í næstu viku. „Við ræðum nú við ESB um breytingar, einkum á svokölluðum fyrirvara um landamæri N-Írlands. Við vonumst svo til að leggja málið aftur fyrir breska þingið fyrir 12. mars. Og efna til annarrar atkvæðagreiðslu um samkomulagið við ESB,“ segir Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Bresk-íslenska viðskiptaráðið og Samtök verslunar og þjónustu, í samvinnu við utanríkisráðuneytið og breska sendiráðið stóðu fyrir málfundi í morgun um stöðuna sem uppi er, enda á Ísland töluverðra hagsmuna að gæta. „Ef við skoðum málið út frá því að ekkert samkomulag verði. Þá er Ísland utan við tollabandalag ESB. Það mun því hafa takmörkuð áhrif. Við erum einnig við það að ná samkomulagi um vöruviðskipti. Verði ekkert Brexit-samkomulag getum við haldið áfram. Fríverslun með tollaívilnunum sem er þegar fyrir hendi. Áfram verður hægt að flytja íslenskar fiskaafurðir hindrunarlaust til Bretlands.“ Utanríkisráðherra tekur í sama streng. „Núna er staðan sú að það væri einfaldara fyrir okkur ef að Bretar færu út með samningi en ef þeir fara án samnings þá reynum við búa þannig um hnútana að það muni hafa sem minnst áhrif á Íslendinga og íslenskt atvinnulíf. En sumt ráðum við ekkert við og það eru samskipti Evrópusambandsins og Bretlands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Brexit Utanríkismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira