Álftin laus við Red Bull dósina og komin í Húsdýragarðinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 13:27 Unnið að því að klippa dósina af gogg álftarinnar. Britta Steger Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli. Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Formaður Dýraverndunarsamtakanna í Hafnarfirði, segir vel hafa gengið að fanga slasaða álft við Urriðavatn fyrir hádegi í dag. Fuglinn var með fasta Red Bull dós á goggi sínum og hefur líklega haft í um tvær vikur. Áminning til fólks um að ganga vel um og hætta að henda rusli segir hjúkrunarfræðingur og íbúi í hverfinu. Linda Hrönn Eggertsdóttir vakti athygli á því í Facebook-hópnum Garðabæ um helgina að álftin hefði verið á vappi í hverfinu og íbúar áhyggjufullir. Sagðist Linda hafa fengið takmörkuð svör frá bæjaryfirvöldum og lögreglu sömuleiðis. Þó væri ljóst að bænum væri skylt að hjálpa dýrinu.Hér að neðan má sjá myndband af álftinni sem er komin í Húsdýragarðinn í Laugardal.Dýralæknir með álftina í spennitreyju.Linda Hrönn EggertsdóttirSvo fór í dag að starfsmenn Náttúrufræðistofnunar mættu á svæðið í dag ásamt Lindu Hrönn. Þar var einnig Helga Þórunn Sigurðardóttir, formaður Dýraverndunarsamtaka Hafnarfjarðar. Hún sagði aðgerðina hafa gengið mjög vel. „Þetta gekk mjög vel í dag,“ segir Helga Þórunn. Þau hafi reynt að bjarga álftinni í gær en þá hafi álftin komist út á vatnið. „Það var það sem klikkaði í gær.“Álftin með dósina fasta á goggnum.Linda HrönnÞau hafi verið við vatnið allan sunnudaginn en misst fuglinn út á vatnið. Í dag hafi fulltrúar Náttúrufræðistofnunar komið með bát, fangað álftina í háf og komið með hana í land. Álftin hafi verið setti í eins konar spennitreyju svo hægt væri að aðstoða hana. „Þau klipptu Red Bull dósina í burtu en álftin hafði troðið goggnum í gegnum drykkjargatið,“ segir Helga Þórunn. Álftin hafi greinilega verið orðin mjög þrekuð. Hún hafi í framhaldinu verið flutt í Húsdýragarðinn í Laugardal til skoðunar hjá dýralækni. Líklega hefur álftin verið með dósina fasta á goggnum í tvær vikur. Til álftarinnar hafi sést víðar en við Urriðavatn, til dæmis á Tjörninni í Hafnarfirði. Helga Þórunn segir mikið rusl hafa verið á svæðinu við Urriðavatn í dag.Dósin klippt af gogg álftarinnar.Britta Steger„Þetta er bara mjög mikill sóðaskapur. Bæði dósir og svo „six-pack“-plastið. Það er ekki óalgengt að þurfa að bjarga fuglum sem stinga hausnum oft í þetta og geta ekki losað sig.“ Hún telur fólk þó orðið meðvitaðra um að ganga vel um en áður.Álftin virkar verulega þrekuð eftir að hafa verið með dósina fasta á goggnum í líklega um tvær vikur hið minnsta.Helga Þórunn Sigurðardóttir„Áður var það bara skrýtið fólk sem tíndi rusl. En ekki lengur. Nú eru fleiri sem láta sig málið varða.“ Linda Hrönn tekur undir þetta og hvetur fólk einfaldlega til þess að hætta að henda rusli.
Dýr Garðabær Umhverfismál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira