Fimm aldir frá komu skúrksins til Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Cortés hittir Montesúma annan, konung Asteka. Nordicphotos/Getty Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Hernán Cortés kom til Júkatanskaga fyrir 500 árum, innlimaði svæðið í spænska konungsríkið og stráfelldi frumbyggja. Sagnfræðingur og kennari við MH segir að litið sé á Cortés sem skúrk nú til dags. Fimm hundruð ár eru liðin í dag frá því Spánverjinn Hernán Cortés nam land á Júkatanskaga í Mexíkó. Koma hans á skagann breytti sögu svæðisins, færði það undir spænsku krúnuna og leiddi til falls Astekaveldisins. Stefán Ásgeir Guðmundsson, sögukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé einfaldlega ómögulegt að svara því hvernig Mexíkó væri nú ef Cortés og fylgdarlið hans hefðu ekki lagt í þessa för. Aðspurður um áhrif Cortés og hans manna segir Stefán: „Það sem kemur fyrst upp í hugann eru að sjálfsögðu örlög frumbyggja. Öll menning og heimsmynd þeirra var brotin niður. Óhemjumikið mannfall, aðallega vegna sjúkdóma sem fylgdu Spánverjum. Til dæmis er talað um að fjöldi frumbyggja á því svæði sem er Mexíkó í dag hafi farið úr 25 milljónum niður í eina milljón milli 1500 og 1600.“ Hann bætir því við að einnig sé vert að nefna áhrif evrópskra plantna og dýra frá Evrópu á Ameríku. „Til dæmis áhrif allra grasbíta á gróðurfar og náttúru Mexíkó.“ Þrátt fyrir að hafa fært svæðið undir spænsku krúnuna á sínum tíma er Cortés því ekki hampað sem hetju nú til dags. „Í dag er Cortés skúrkurinn. Það var hann sem eyðilagði heim frumbyggja með tilheyrandi hörmungum fyrir þá. Þetta viðhorf endurspeglast meðal annars í því að hvergi er styttu að finna af Cortés í Mexíkó, á meðan töluvert er til af minnismerkjum frumbyggja, líkt og styttur af Cuauhtémoc, einum leiðtoga Asteka,“ segir Stefán og bætir við: „Einnig má segja að hin opinbera saga sé kennd þannig. En auðvitað var Cortés eingöngu maður sinnar kynslóðar og þess tíma þegar Spánverjar voru að leita eftir nýjum tækifærum utan Evrópu.“ Stefán gekk sjálfur í háskóla í Mexíkó. Hann segir að ekki hafi verið mikið rætt um Cortés dagsdaglega. „En þeim mun meira um hver staða frumbyggja er í dag. Þessar um það bil tíu milljónir frumbyggja sem ennþá tala sín tungumál hafa „gleymst“ í svokallaðri nútímavæðingu Mexíkó, hreinlega verið skilin eftir. Þetta er sá hópur sem býr við verstar aðstæður,“ segir hann. Að lokum segir Stefán að þótt venjulega sé talað um kaflaskipti i sögunni þegar landafundirnir miklu áttu sér stað sé það bara ein sýn á málið. Önnur sé að gjörðir Spánverja í Ameríku hafi verið eðlilegt framhald af atburðum sem áttu sér stað á Íberíuskaga aldirnar á undan. „Það er, kristnir menn telja sig vera í eins konar krossferð gegn villutrúarmönnum. Þeir voru að vinna ríkidæmi og nýjar sálir. Cortés er því eingöngu að halda áfram því ferli sem forfeður hans voru búnir að gera aldirnar á undan gegn Márum. Eingöngu á nýju landsvæði og þá gegn frumbyggjum í nýja heiminum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mexíkó Tímamót Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira