Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lovísa Arnardóttir skrifar 18. október 2025 20:37 Dýri í hlutverki Íþróttaálfsins. Facebook Dýri Kristjánsson er nú hættur að leika íþróttaálfinn tuttugu árum eftir hans fyrstu kynni við hann. Dýri tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni í kvöld. Þar þakkar hann Magnúsi Scheving fyrir tækifærið, vinnuveitendum sínum fyrir skilning og fjölskyldunni. Hann segir það hafa verið einstakt tækifæri að leika Íþróttaálfinn en það sé tími til að láta staðar numið. „Íþróttaálfurinn hefur verið órjúfanlegur hluti af mínu lífi síðustu 20 ár. Fyrstu kynni mín af Latabæ voru í gegnum áhættuatriði og stökk við tökur á þáttunum, sem síðar þróaðist yfir í að koma fram sem Íþróttaálfurinn á fjölmörgum viðburðum um allan heim. Fjöldi framkomna nálgast nú óðfluga 2.000 skipti,“ segir hann í tilkynningu sinni. Það sé erfitt að velja eitt sem standi upp úr á þessu langa ferðalagi en fólkið sem hann hefur hitt sé samnefnarinn. „Það hefur verið mér ómetanlegt að hitta alla þá frábæru skipuleggjendur viðburða um land allt – margir þeirra eru í dag meðal minna bestu vina. Upp úr öllu standa síðan auðvitað elsku börnin sem hafa tekið mér opnum örmum hvar sem ég hef komið.“ Þakkar Magnúsi sérstaklega. „Ég er Magnúsi Scheving ævinlega þakklátur fyrir að hafa veitt mér tækifærið til að verða Íþróttaálfurinn og fyrir að treysta mér fyrir því hlutverki. Ég hef lagt mig fram við að vera Latabæ til sóma og nýta þau verkfæri sem mér voru gefin til að byggja upp þennan einstaka feril.“ Hann segir það einstakt tækifæri að hafa fengið að vinna með dóttur sinni, en Lana Björk, dóttir hans, lék Sollu stirðu. „Það hefur verið mér hjartans mál að hvetja börn til heilbrigðs lífernis í gegnum leik og skemmtun. Ef ég hef átt einhvern þátt í að efla heilbrigði barna og fullorðinna á Íslandi, þá er það mér mikils virði. Nú tel ég tímabært að kalla þetta gott í íþróttaálfabúningnum. Ég er yfir mig þakklátur öllum þeim sem ég hef hitt og fengið að vinna með – og ekki síst börnunum, sem mörg eru nú orðin fullorðnir einstaklingar,“ segir Dýri að lokum. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kvikmyndagerð á Íslandi Heilsa Tímamót Tengdar fréttir Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Á fyrstu sextíu dögum sölu á íþróttanammi Latabæjar í matvöruverslunum seldust um tuttugu tonn. Stofnandi Latabæjar hrósar íslensku þjóðinni fyrir að svara ákalli um aukna neyslu á ávöxtum og grænmeti. 22. ágúst 2025 16:20 Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Glanni glæpur, Stína símalína, Nenni Níski, Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, bæjarstjórinn og sjálfur íþróttaálfurinn er nú mætt til Keflavíkur þar sem leikritið um Glanna glæp í Latabæ er sýnt í Frumleikhúsinu við góðar viðtökur. 22. mars 2025 20:04 Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. 14. maí 2024 12:53 Mest lesið Kim féll Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Íþróttaálfurinn hefur verið órjúfanlegur hluti af mínu lífi síðustu 20 ár. Fyrstu kynni mín af Latabæ voru í gegnum áhættuatriði og stökk við tökur á þáttunum, sem síðar þróaðist yfir í að koma fram sem Íþróttaálfurinn á fjölmörgum viðburðum um allan heim. Fjöldi framkomna nálgast nú óðfluga 2.000 skipti,“ segir hann í tilkynningu sinni. Það sé erfitt að velja eitt sem standi upp úr á þessu langa ferðalagi en fólkið sem hann hefur hitt sé samnefnarinn. „Það hefur verið mér ómetanlegt að hitta alla þá frábæru skipuleggjendur viðburða um land allt – margir þeirra eru í dag meðal minna bestu vina. Upp úr öllu standa síðan auðvitað elsku börnin sem hafa tekið mér opnum örmum hvar sem ég hef komið.“ Þakkar Magnúsi sérstaklega. „Ég er Magnúsi Scheving ævinlega þakklátur fyrir að hafa veitt mér tækifærið til að verða Íþróttaálfurinn og fyrir að treysta mér fyrir því hlutverki. Ég hef lagt mig fram við að vera Latabæ til sóma og nýta þau verkfæri sem mér voru gefin til að byggja upp þennan einstaka feril.“ Hann segir það einstakt tækifæri að hafa fengið að vinna með dóttur sinni, en Lana Björk, dóttir hans, lék Sollu stirðu. „Það hefur verið mér hjartans mál að hvetja börn til heilbrigðs lífernis í gegnum leik og skemmtun. Ef ég hef átt einhvern þátt í að efla heilbrigði barna og fullorðinna á Íslandi, þá er það mér mikils virði. Nú tel ég tímabært að kalla þetta gott í íþróttaálfabúningnum. Ég er yfir mig þakklátur öllum þeim sem ég hef hitt og fengið að vinna með – og ekki síst börnunum, sem mörg eru nú orðin fullorðnir einstaklingar,“ segir Dýri að lokum.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kvikmyndagerð á Íslandi Heilsa Tímamót Tengdar fréttir Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Á fyrstu sextíu dögum sölu á íþróttanammi Latabæjar í matvöruverslunum seldust um tuttugu tonn. Stofnandi Latabæjar hrósar íslensku þjóðinni fyrir að svara ákalli um aukna neyslu á ávöxtum og grænmeti. 22. ágúst 2025 16:20 Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Glanni glæpur, Stína símalína, Nenni Níski, Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, bæjarstjórinn og sjálfur íþróttaálfurinn er nú mætt til Keflavíkur þar sem leikritið um Glanna glæp í Latabæ er sýnt í Frumleikhúsinu við góðar viðtökur. 22. mars 2025 20:04 Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. 14. maí 2024 12:53 Mest lesið Kim féll Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Á fyrstu sextíu dögum sölu á íþróttanammi Latabæjar í matvöruverslunum seldust um tuttugu tonn. Stofnandi Latabæjar hrósar íslensku þjóðinni fyrir að svara ákalli um aukna neyslu á ávöxtum og grænmeti. 22. ágúst 2025 16:20
Glanni glæpur og íþróttaálfurinn í Keflavík Glanni glæpur, Stína símalína, Nenni Níski, Siggi sæti, Halla hrekkjusvín, bæjarstjórinn og sjálfur íþróttaálfurinn er nú mætt til Keflavíkur þar sem leikritið um Glanna glæp í Latabæ er sýnt í Frumleikhúsinu við góðar viðtökur. 22. mars 2025 20:04
Magnús eignast Latabæ á nýjan leik Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan. 14. maí 2024 12:53