Davíð bíður enn eftir ölinu sem hann keypti Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Davíð Scheving Thorsteinsson segir spaugilegt að líta í baksýnisspegilinn nú þegar bjórinn hefur verið leyfður í þrjá áratugi. Fréttablaðið/Ernir Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent