Davíð bíður enn eftir ölinu sem hann keypti Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Davíð Scheving Thorsteinsson segir spaugilegt að líta í baksýnisspegilinn nú þegar bjórinn hefur verið leyfður í þrjá áratugi. Fréttablaðið/Ernir Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í dag eru liðin 30 ár frá því að bjórinn var leyfður á Íslandi. Alls seldust 340 þúsund dósir þann dag, eða ein og hálf dós á hvern landsmann. Mikið gekk á áður en bjórinn var loks leyfður. Einn áfangi var þegar Davíð Scheving Thorsteinsson var á leið heim frá Lúxemborg árið 1980 og reyndi að fara með bjór inn í landið. „Dóttir mín var flugfreyja og hún mátti koma með bjór inn í landið fyrir mig, en ekki ég. Ég gat ekki séð að þetta samrýmdist stjórnarskrá Íslands að einhverjir kjarasamningar gætu leyft sjómönnum og flugliðum að flytja inn vöru, en ekki almenningi. Það fauk bara í mig,“ segir Davíð. Hann ákvað því að kaupa kippu af bjór í fríhöfninni. „Ég setti bjórinn ofan á töskuna mína og fór inn í tollinn. Þeir sögðu að það mætti ekki fara í gegn með bjór. Ég átti að skrifa undir sátt og greiða sekt. Ég sagði nei því ég var ekkert sáttur.“ Í beinu framhaldi af uppákomunni skrifaði Sighvatur Björgvinsson, þáverandi ráðherra, undir reglugerð sem leyfði almenningi að fara með bjór inn í landið. „Það er hann sem á heiðurinn af því en ekki ég,“ segir Davíð. Stefán Pálsson sagnfræðingur.geirixBjór, eða sterkt öl, var mjög umdeildur á þessum tíma og munaði litlu að málið færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Davíð segir skrítið að líta í baksýnisspegilinn á þessum tímamótum. „Þetta er svo absúrd allt saman. Bara spaugilegt.“ Stefán Pálsson sagnfræðingur segir málið flóknara en svo e að uppátæki Davíðs hafi eitt orðið til þess að grafa undan bjórbanninu. Á þessum tíma hafi orðið viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu. „Það sem skiptir meira máli en bjórsalan á flugvellinum var að utanlandsferðir verða miklu algengari. Utanlandsferðir urðu til þess að viðhorf Íslendinga til áfengis breyttust mjög mikið. Fólk uppgötvaði bjór og léttvín sem er talsverð þróun frá því að drekka bara brennivín,“ segir Stefán. Hann bætir við að 30 ára afmæli bjórsins séu stærri tímamót en fyrri afmæli, bæði í ljósi þess að nú er uppgangur í efnahagslífinu, bjórmenningin er orðin mjög rík fyrir utan að nú lendir stórafmælið á föstudegi. Davíð er enn að bíða eftir að fá kippuna sína frá ríkinu. „Ég hef aldrei fengið þann bjór til baka. Ríkið skuldar mér hann enn. Þeir gerðu hann upptækan og hvað þeir gerðu við hann veit ég ekki. Ég er búinn að bíða í 30 ár eftir að fá þessar sex flöskur,“ segir hann og hlær.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira