Sex íslensk skip bíða af sér óveður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2019 01:08 Venus NS. HB Grandi Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda. Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Sex íslensk uppsjávarveiðiskip leituðu í gær vars inni á Donegalflóa en óveður geisar nú á kolmunnamiðunum vestur af Írlandi. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, skipstjóra á Venusi NS, er veðurútlit slæmt og ekki horfur á að óveðrið gangi niður fyrr en á föstudag. Þetta kemur fram á vef HB Granda. „Það er búið að vera leiðindaveður og það var bræla á miðunum þegar við komum. Þrátt fyrir það náðum við einu góðu holi, 440 tonnum, en það var mun minni afli í næsta holli á eftir. Eftir að veðrið versnaði var ekki um annað að ræða en leita vars og við komum inn á flóann í gær. Upphaflega ætlum við til hafnar í Killybegs en þar var allt fullt og því leituðum við var inni á Donegalflóa. Í raun var ekki um annað að ræða því auk brælunnar er sjólag mjög slæmt þarna úti og tvö íslensku skipanna höfðu fengið slæm brot á sig,“ segir Theódór. Að þessu sinni var Venus að veiðum töluvert norðar en kolmunnaveiðarnar byrjuðu á. Fiskurinn hrygnir suður og suðvestur af Írlandi og gengur svo norður í ætisleit. „Við þekkjum lítið til veiða á kolmunna á þessum tíma enda höfum við verið á loðnuveiðum í febrúar og fram í mars. Við höfum svo farið til kolmunnaveiða og undanfarin tvö ár hefur botninn dottið úr veiðunum vestur af Írlandi 18. til 20. mars. Vonandi verður breyting á í ár og við ættum að komast aftur á miðin á fimmtudagskvöld eða á föstudag,“ sagði Theódór Þórðarson á vef HB Granda.
Írland Sjávarútvegur Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira