Þrjátíu „köst“ Illuga Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. mars 2019 06:30 Illugi Jökulsson hefur nú þegar tekið upp 30 Storytel-podköst sem hann kallar Skræður. FBL/STEFÁN Rithöfundurinn, samfélagsrýnirinn og ástríðugrúskarinn Illugi Jökulsson hefur verið með þátt sinn Frjálsar hendur á Rás 1 í háa herrans tíð en reynir nú fyrir sér í nýmóðins útvarpinu, podkasti, eða hlaðvarpi, með þáttum sem hann kallar Skræður. „Podkastið heitir Skræður og þar les ég upp úr gömlum bókaskræðum alls konar skemmtilegan fróðleik, allt frá Íslendingasögum til æviminninga frá fyrri hluta 20. aldar,“ segir Illugi við Fréttablaðið. Hendur hans verða þó áfram óbundnar í Efstaleitinu en með örlítið breyttum áherslum svo þær skarist ekki við Skræðurnar sem eru aðgengilegar áskrifendum hljóðbókaveitunnar Storytel. „Þetta er alls ekki sama efnið og ég hef verið með í Frjálsum höndum á RÚV, þótt vissulega sé það ekki óskylt. Frjálsar hendur verða reyndar eftirleiðis eingöngu helgaðar erlendu efni og unnar öðruvísi, svo þetta tvennt skarist alls ekki.“Búinn að taka 30 „köst“ „Ég er til dæmis búinn að lesa upp úr Njálu um Hallgerði langbrók í þrem þáttum, en þó þannig að textinn er lagaður að eyrum nútímafólks,“ heldur Illugi áfram sem ætlar á næstunni að gera slíkt hið sama með sögu Jóns lærða af Spánverjavígunum og sitthvað fleira. „Svo hef ég verið að lesa upp úr stórkostlegri sjóferðasögu Sveinbjörns Egilsonar, endurminningum lækna og ljósmæðra og margt fleira hnýsilegt og skemmtilegt. Ég er núna búinn að taka upp 30 „köst“ sem sum eru komin á vef Storytel en önnur birtast alveg á næstunni og sjálfsagt tek ég upp fleiri á næstunni,“ segir Illugi. „Hann fer alveg ótrúlega vel af stað,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, um Illuga og Skræðurnar. „Þetta er mikill fróðleikur og við sjáum á þessu að fólk þyrstir í fróðleik. Ég segi ekki að það komi okkur á óvart en okkur finnst þetta skemmtileg viðbót og þessar Skræður eru strax í byrjun meðal vinsælasta efnisins hjá okkur.“Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, er hæstánægður með þann mikla áhuga sem notendur hafa á að gramsa í fróðleiksnámu Illuga.Mikil en skemmtileg vinna „Þetta fer víst vel af stað, segja þau mér hjá Storytel, og mér finnst sjálfum mjög gaman að þessu,“ segir Illugi. „Það er auðvitað töluverð vinna að finna efnið, sníða að upplestri, stytta og svo framvegis, en þetta er allt efni sem ég sjálfur hef gaman af og held að eigi fullt erindi til okkar.“ Illugi segir vinnuna við Skræðurnar ekkert ósvipaða vinnunni í útvarpinu. „Þar sem ég hef verið með Frjálsar hendur lengur en elstu menn muna. Að vísu er alltaf alveg einstakt að senda út Frjálsar hendur þar sem þær eru alltaf í beinni útsendingu, en ég kann líka býsna vel við þetta podkast-form.“ Stefán segir Storytel hafa verið að fikra sig áfram með podkastið og stutt reynslan sýni að þetta form henti vel til þess að leiða fólk inn í heim hljóðbókarinnar. „Við höfum kynnt þrjú podköst sem tengjast öll bókmenntum,“ segir Stefán og nefnir auk Illuga þættina Segðu mér sögu og Ískisur. „Í Segðu mér sögu fær Hallgrímur Thorsteinsson bæði höfunda og lesara í viðtöl og Ískisur eru þrjár, ungar, hressar stúlkur sem eru miklir aðdáendur sagnanna um Ísfólkið. Þær eru að fjalla um bækurnar sem hafa reyndar notið ofboðslega mikilla vinsælda hjá okkur,“ segir Stefán um þessar rómuðu sjoppubókmenntir sem hafi gengið í endurnýjun lífdaga á Storytel. Meira á leiðinni „Síðan er fleira í farvatninu enda erum við að sjá að þetta er bara frábær aðferð til að byrja að hlusta á hljóðbækur. Þetta er aðgengilegt, styttra efni og við finnum að fólk sem byrjar á podkastinu skiptir síðan í auknum mæli yfir í hljóðbækur sem er eiginlega endanlegt markmið okkar. Að breiða út boðskap hljóðbókarinnar.“ Og Illugi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum. „Einhvern tímann í vor eða sumarbyrjun byrja ég með aðra seríu af podkasti hjá Storytel. Þar ætla ég að taka löng og ítarleg viðtöl við sagnfræðinga, fornleifafræðinga og aðra fræðimenn um nýjar rannsóknir, bækur og ritgerðir um söguleg efni. Þarna ætla ég ekki síst að kynna fyrir fólki þá nýju mynd af fortíð okkar sem fræðimenn hafa verið að móta upp á síðkastið. Ég hlakka heilmikið til að taka þau viðtöl.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tækni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira
Rithöfundurinn, samfélagsrýnirinn og ástríðugrúskarinn Illugi Jökulsson hefur verið með þátt sinn Frjálsar hendur á Rás 1 í háa herrans tíð en reynir nú fyrir sér í nýmóðins útvarpinu, podkasti, eða hlaðvarpi, með þáttum sem hann kallar Skræður. „Podkastið heitir Skræður og þar les ég upp úr gömlum bókaskræðum alls konar skemmtilegan fróðleik, allt frá Íslendingasögum til æviminninga frá fyrri hluta 20. aldar,“ segir Illugi við Fréttablaðið. Hendur hans verða þó áfram óbundnar í Efstaleitinu en með örlítið breyttum áherslum svo þær skarist ekki við Skræðurnar sem eru aðgengilegar áskrifendum hljóðbókaveitunnar Storytel. „Þetta er alls ekki sama efnið og ég hef verið með í Frjálsum höndum á RÚV, þótt vissulega sé það ekki óskylt. Frjálsar hendur verða reyndar eftirleiðis eingöngu helgaðar erlendu efni og unnar öðruvísi, svo þetta tvennt skarist alls ekki.“Búinn að taka 30 „köst“ „Ég er til dæmis búinn að lesa upp úr Njálu um Hallgerði langbrók í þrem þáttum, en þó þannig að textinn er lagaður að eyrum nútímafólks,“ heldur Illugi áfram sem ætlar á næstunni að gera slíkt hið sama með sögu Jóns lærða af Spánverjavígunum og sitthvað fleira. „Svo hef ég verið að lesa upp úr stórkostlegri sjóferðasögu Sveinbjörns Egilsonar, endurminningum lækna og ljósmæðra og margt fleira hnýsilegt og skemmtilegt. Ég er núna búinn að taka upp 30 „köst“ sem sum eru komin á vef Storytel en önnur birtast alveg á næstunni og sjálfsagt tek ég upp fleiri á næstunni,“ segir Illugi. „Hann fer alveg ótrúlega vel af stað,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, um Illuga og Skræðurnar. „Þetta er mikill fróðleikur og við sjáum á þessu að fólk þyrstir í fróðleik. Ég segi ekki að það komi okkur á óvart en okkur finnst þetta skemmtileg viðbót og þessar Skræður eru strax í byrjun meðal vinsælasta efnisins hjá okkur.“Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel, er hæstánægður með þann mikla áhuga sem notendur hafa á að gramsa í fróðleiksnámu Illuga.Mikil en skemmtileg vinna „Þetta fer víst vel af stað, segja þau mér hjá Storytel, og mér finnst sjálfum mjög gaman að þessu,“ segir Illugi. „Það er auðvitað töluverð vinna að finna efnið, sníða að upplestri, stytta og svo framvegis, en þetta er allt efni sem ég sjálfur hef gaman af og held að eigi fullt erindi til okkar.“ Illugi segir vinnuna við Skræðurnar ekkert ósvipaða vinnunni í útvarpinu. „Þar sem ég hef verið með Frjálsar hendur lengur en elstu menn muna. Að vísu er alltaf alveg einstakt að senda út Frjálsar hendur þar sem þær eru alltaf í beinni útsendingu, en ég kann líka býsna vel við þetta podkast-form.“ Stefán segir Storytel hafa verið að fikra sig áfram með podkastið og stutt reynslan sýni að þetta form henti vel til þess að leiða fólk inn í heim hljóðbókarinnar. „Við höfum kynnt þrjú podköst sem tengjast öll bókmenntum,“ segir Stefán og nefnir auk Illuga þættina Segðu mér sögu og Ískisur. „Í Segðu mér sögu fær Hallgrímur Thorsteinsson bæði höfunda og lesara í viðtöl og Ískisur eru þrjár, ungar, hressar stúlkur sem eru miklir aðdáendur sagnanna um Ísfólkið. Þær eru að fjalla um bækurnar sem hafa reyndar notið ofboðslega mikilla vinsælda hjá okkur,“ segir Stefán um þessar rómuðu sjoppubókmenntir sem hafi gengið í endurnýjun lífdaga á Storytel. Meira á leiðinni „Síðan er fleira í farvatninu enda erum við að sjá að þetta er bara frábær aðferð til að byrja að hlusta á hljóðbækur. Þetta er aðgengilegt, styttra efni og við finnum að fólk sem byrjar á podkastinu skiptir síðan í auknum mæli yfir í hljóðbækur sem er eiginlega endanlegt markmið okkar. Að breiða út boðskap hljóðbókarinnar.“ Og Illugi ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum. „Einhvern tímann í vor eða sumarbyrjun byrja ég með aðra seríu af podkasti hjá Storytel. Þar ætla ég að taka löng og ítarleg viðtöl við sagnfræðinga, fornleifafræðinga og aðra fræðimenn um nýjar rannsóknir, bækur og ritgerðir um söguleg efni. Þarna ætla ég ekki síst að kynna fyrir fólki þá nýju mynd af fortíð okkar sem fræðimenn hafa verið að móta upp á síðkastið. Ég hlakka heilmikið til að taka þau viðtöl.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Tækni Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Sjá meira