Hugur ráðherra hjá starfsfólki WOW air Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2019 12:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega. Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Hugur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra er hjá þeim rúmlega eitt þúsund starfsmönnum WOW air sem misstu vinnuna í morgun. Hún sagði þetta starfsfólk vera fjölskyldufólk sem hefði staðið í ströngu síðustu misserin og stendur nú uppi atvinnulaust. Ráðherrann sagðist minnast þess sem WOW air hefur gert fyrir íslenska samfélagið í heild, og nefndi þar áhrif þess á vöxt í ferðaþjónustu og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þórdís var í viðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu í dag þar sem hún sagðist fyrst hafa frétt af því að WOW air væri að hætta rekstri þegar stjórnvöld fengu tilkynningu um að flugfélagið hefði skilað inn flugrekstrarleyfinu í morgun. Hún sagði yfirvöld hafa fylgst náið með undanfarna daga og margt hefði gerst á milli klukkustunda.Vissi af baráttu WOW í gær Í gærkvöldi höfðu yfirvöld fregnir af því að stjórnendur WOW air væru enn að reyna að halda félaginu á lífi en svo blasti niðurstaðan við í morgun þegar í ljós kom að WOW air hafði skilað inn flugrekstrarleyfi sínu. Ríkisstjórnin hefur myndað viðbragðshóp sem hefur meðal annars það hlutverk að tryggja að þeir farþegar sem áttu bókað með WOW air komist sinna leiða. 1.300 manns hafi átt bókað frá Keflavíkurflugvelli og um 1.400 manns voru væntanlegir til landsins. 1.300 áttu svo bókað með tengiflugi.Nú verði litið til framtíðar Þórdís sagði beina aðkomu ríkisins að rekstri WOW hafi ekki komið til greina en stjórnin var þó á hliðarlínunni um alls konar þætti er varða félagið sem reyndi til hins ítrasta að bjarga rekstrinum. Sagði ráðherrann að óvissan hefði legið yfir þjóðinni í marga mánuði en nú skipti máli að líta til framtíðar. Þórdís sagði að í raun hefði ekkert breyst er varðar stöðu Íslands sem áfangastaðar ferðamanna, nú þurfi hins vegar að huga að öðrum leiðum til að komast til og frá landsins.Staðan skárri en fyrir jól Hún sagði að til skemmri tíma hafi fall WOW air vissulega áhrif en það hafi þó orðið jákvæðara yfir sviðsmyndagreiningum síðustu vikna en þegar þær voru gerðar fyrir jól og tengist það því að WOW air hafði minnkað umsvif sín talsvert. Hún kom þó inn á það að skammur tími væri til stefnu fyrir háanna tíma ferðamannaþjónustunnar, það er að segja sumarsins, og hvernig bregðast eigi við minna framboði af sætum til landsins. Þórdís minnti þó á að fjöldi ferðamanna væri ekki aðalmarkmiðið en klárlega væri þetta högg sem hefur áhrif á efnahagslífið og ferðaþjónustuna sérstaklega.
Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður WOW Air Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira