Síminn hf. var fyrir helgi dæmt af Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða TSC ehf. 50 milljónir króna í bætur vegna samkeppnislagabrota. Þá þarf Síminn að greiða vexti og dráttarvexti af upphæðinni auk sex milljóna í málskostnað.
Málið á rætur að rekja til ársins 2004 þegar Síminn, þá Landssími Íslands, festi kaup á Íslenska sjónvarpsfélaginu, rekstraraðila Skjás Eins.
Samkeppnisráð heimilaði samrunann að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. TSC taldi Símann hafa brotið gegn þeim skilyrðum og var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og síðar dómstóla.
Málið nú var höfðað til greiðslu bóta vegna þess brots. Upphafleg krafa hljóðaði upp á 108 milljónir en það var niðurstaða yfirmatsmanna um tjónið. Dómurinn féllst ekki á það og lagði undirmat til grundvallar
50 milljóna króna bætur
Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Mest lesið



Reikna með að skila hagnaði á næsta ári
Viðskipti innlent

Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans
Viðskipti innlent


Í vinnutengdri ástarsorg
Atvinnulíf


Vara við eggjum í kleinuhringjum
Neytendur

Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní
Viðskipti innlent

Trump-tollarnir hafa tekið gildi
Viðskipti innlent