Georgíuríki þrengir verulega að réttinum til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 09:39 Ríkisþing Georgíu í Atlanta þar sem repúblikanar fara með öll völd. Vísir/Getty Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum. Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Repúblikanar á ríkisþingi Georgíu í Bandaríkjunum hafa samþykkt frumvarp sem takmarkar enn rétt kvenna til þungunarrofs þar. Staðfesti ríkisstjórinn lögin eins og gert er ráð fyrir gæti þungunarrof verið ólöglegt strax í sjöttu viku meðgöngu í ríkinu. Í frumvarpinu er kveðið á um að þungunarrof sé ólöglegt eftir að læknar geta greint hjartslátt fósturs. Í frétt New York Times kemur fram að það geti gerst strax í sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur gera sér grein fyrir að þær séu óléttar. Frumvarpið fór naumlega í gegnum ríkisþingið þar sem repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum. Búist er við því að Brian Kemp, ríkisstjóri og repúblikani, skrifi undir lögin og staðfesti. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram í nokkrum ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Ríkisstjórar í Mississippi og Kentucky hafa þegar staðfest sambærileg lög undanfarnar viku. Ríki eins og Flórída, Missouri, Ohio, Tennessee og Texas eru líkleg til að fylgja í kjölfarið á þessu ári. Dómstólar hafa hins vegar frestað gildistöku laganna í Kentucky og í Iowa og Norður-Dakóta töldu dómstólar lögin stríða gegn stjórnarskrá. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur áður dæmt að konur hafi rétt á þungunarrofi um það bil fram í 24. viku. Andstæðingar frumvarpanna saka flytjendur þeirra um að samþykkja þau gagngert til þess að fá Hæstarétt Bandaríkjanna til að taka málið fyrir aftur. Íhaldsmenn eru nú með meirihluta í dómnum eftir að Donald Trump forseti skipaði tvo íhaldssama dómara á síðustu tveimur árum.
Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Sjá meira
Fær að höfða mál fyrir hönd fósturs sem var eytt Karlmaður fær að höfða mál gegn heilsugæslustöð sem framkvæmdi þungunarrof og framleiðanda pillu sem fyrrverandi kærustu hans var gefin árið 2017 fyrir hönd fóstursins. 7. mars 2019 08:41
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent