Jón Arnór: Erum besta varnarlið landsins og verðum meistarar á því Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. apríl 2019 12:00 Jón Arnór var léttur eftir sigurinn í gærkvöld s2 sport KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
KR verður Íslandsmeistari í körfubota í vor því Vesturbæingar eru besta varnarlið landsins. Þetta sagði Jón Arnór Stefánsson eftir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í gærkvöld. Jón Arnór skoraði 14 stig í 99-91 sigri KR á Þór í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaviðureign þeirra í Domino's deild karla. „Mér finnst ég vera helvíti góður eftir þetta. Ég var frekar súr í Keflavíkurseríunni en ég er að koma til baka núna,“ sagði Jón Arnór eftir leikinn en hann settist í settið hjá sérfræðingunum í Domino's Körfuboltakvöldi. Þórsarar lentu mest 18 stigum undir í öðrum leikhluta en þeir komu til baka og var leikurinn mjög spennandi í seinni hálfleik. „Við vitum hvað þeir geta. Þetta var orðið helvíti þægilegt þarna um tíma, ég bjóst við þeim agressívari en maður var alltaf tilbúinn fyrir það að þeir kæmu til baka.“ Michele di Nunno var frábær fyrir KR og setti 26 stig, þar af 18 úr þriggja stiga skotum. Di Nunno átti nokkuð erfitt uppdráttar með KR fyrst þegar hann kom til landsins en hefur farið á kostum undan farið.Jón Arnór Stefánsson kann að vinna körfuboltaleikivísir/bára„Það má ekki gleyma því að hann lendir í meiðslum og svo var hann ekkert búinn að spila áður en hann kemur til landsins. Ég var farinn að stórlega efast um daginn, ég ætla bara að vera alveg hreinskilinn með það,“ sagði Jón. „En hann er heldur betur búinn að sanna það fyrir sjálfum sér og okkur að hann er hörku leikmaður og hefur komið okkur langt í þessari keppni.“ „Hann getur dregið eitthvað úr hattinum og það er rosalega mikilvægt.“ KR er fimmfaldur Íslandsmeistari og bætist sjötti titillinn í röð í vor ef marka má orð Jóns. Vörn KR-inga hefði mátt vera betri í leiknum í gærkvöld en þeir munu bæta úr því í næsta leik. „Ég veit að við erum besta varnarliðið á landinu þegar við erum allir fókuseraðir og á tánum, það er engin spurning, og við munum vinna þennan titil á því.“ „Við erum að smella á hárréttum tíma og við erum með þessi vopn, ég á eftir að komast í betri gír, Julian var ekki góður í kvöld, þannig að við eigum mikið inni ennþá.“ „Þess vegna er gott að fá þessa spennuleiki, þetta er góð æfing fyrir okkur,“ sagði Jón en var svo fljótur að bæta við að hann hafi þó ekki verið að vanvirða Þór með þessum orðum. Allt viðtalið við Jón Arnór má sjá hér að neðan.Klippa: Jón Arnór: Vinnum titilinn á varnarleiknum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Umföllun og viðtöl: KR 99 - 91 Þór Þ. | Hefðin sigraði karakterinn KR sigraði Þór Þ. í mögnuðum körfuboltaleik í kvöld með 99 stigum gegn 91. Næsti leikur fer fram á þriðjudaginn. 5. apríl 2019 22:15
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti