Svik og prettir hf. Hilmar Harðarson skrifar 5. apríl 2019 07:00 Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Það hefur verið átakanlega sorglegt að fylgjast með fréttaflutningi fjölmiðla af því hvernig einstaka bílaleigur hafa starfrækt skipulagðar svikamyllur gagnvart íslenskum neytendum með því að skrúfa niður kílómetrafjölda í bílaleigubílum sem síðan hafa verið seldir landsmönnum. Þessi hreinræktaða glæpastarfsemi, sem hún vissulega er, hefur valdið gríðarlegum skaða á bílasölumarkaði, sáð fræjum vantrausts og tortryggni, efinn er í hugum þeirra sem ætla að kaupa sér notaðan bíl og fólk veit einfaldlega ekki hverjum það getur treyst. Fagmennska hefur vikið fyrir fúski og við vitum öll hvað gerist þegar fúsk kemur við sögu. Vissulega, og það skal undirstrikað, standa langflestar bílaleigur sig algjörlega hvað þetta varðar og koma fram af heiðarleika og hreinskilni, en minnihlutinn kemur með framferði sínu óorði á alla greinina. Það er ennfremur óþolandi staða að bílaleigubílar, sem eru mest eknu bílar landsins, og við mætum á þjóðvegunum á hverjum degi, séu aðeins skoðaðir á þriggja ára fresti. Auðvitað eiga þeir, rétt eins og atvinnubílar, að vera skoðaðir á hverju ári. Heilbrigð skynsemi segir okkur það! Allt annað er fúsk og því óásættanlegt! Því miður er það þannig að við vinnustaðaeftirlit okkar undanfarin ár hefur komið í ljós að alltof margir ófaglærðir aðilar eru að störfum á þessum stöðum og undir slíkum kringumstæðum getur skapast andrúmsloft þar sem undirferli fær að blómstra. Það er með öllu óþolandi að þurfa að fylgjast með því hvernig örfáir svartir sauðir skemma fyrir þeim bílaleigum sem eru í heiðarlegri starfsemi og enn á ný kemur til þess að við þurfum að benda á þá brotalöm sem fylgir svartri atvinnustarfsemi, vinnustöðum þar sem kennitöluflakk hefur viðgengist og þar sem ófaglærðir einir eru að störfum. Margoft höfum við bent á þetta en við trúum því að dropinn holi steininn og opinberir aðilar muni á endanum meðtaka skilaboðin. Þar sem faglærðir iðnaðarmenn eru að störfum eru vinnubrögðin í lagi og neytendur geta treyst því að viðhald sé í lagi og upplýsingar séu réttar. Fagmenn tryggja nefnilega að rétt sé að staðið. Við sættum okkur við fagmennsku og heiðarleika og vönduð vinnubrögð, við sættum okkur aldrei við fúsk í fyrirtækjum sem gætu eins heitið Svik og prettir hf.Höfundur er formaður Samiðnar og formaður Félags iðn- og tæknigreina.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun