Kaup eftir þrot ekki tilviljun Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. apríl 2019 07:30 Sveinn Þórarinsson greinandi segir að PAR hljóti að vilja koma manni að í stórn Icelandair. Vísir/vilhelm Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group,“ segir hann. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að viðræður um kaupin hafi tekið örfáa daga og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingarfélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum.“Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því eflaust muni PAR Capital Management kalla eftir umtalsverðum breytingum eftir erfiða tíma í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna. Viðræður við bandaríska fjárfestingafélagið PAR Capital Management um kaup á 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna gengu hratt fyrir sig. „Þetta gerðist á örfáum dögum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingafélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum,“ segir hann. Að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda hjá Landsbankanum, er það líklega ekki tilviljun að PAR Capital Management skuli fjárfesta eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group. Ef ferðaþjónustan á Íslandi heldur áfram að vaxa munu erlend f lugfélög horfa til þess að fljúga hingað í meira mæli. Það er hægðarleikur fyrir burðug félög að bæta við flugi nokkrum sinnum í viku til Íslands,“ segir hann. Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Bogi Nils segir að það sé traustsyfirlýsing að reyndur fjárfestir í f lugrekstri hafi fjárfest í Icelandair Group og íslenskri ferðaþjónustu. „Við þurfum fjölbreyttari flóru fjárfesta á landinu,“ segir hann. Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því PAR Capital Management gæti kallað eftir breytingum í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„PAR Capital Management hlýtur að vilja mann í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir hafi myndað sér skoðun á hvað þurfi að gera til að koma rekstrinum í rétt horf. Stóra spurningin er að hvað miklu leyti það verður. Sjá þeir tækifæri í hagræðingu, samsetningu flugvélaflotans, frekari vöxt eða í að draga saman seglin um stundarsakir? Kannski eru þeir bara sáttir við sýn og stefnu núverandi stjórnenda. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Það hefur aðeins skort á að hluthafar hafi skýra framtíðarsýn á rekstur Icelandair Group. Vonandi breytist það með þessum kaupum. Þetta ferli mun taka nokkurn tíma, það á eftir að boða til hluthafafundar og kjósa í stjórn og þá kemur í ljós hvort breytingar verða,“ segir Sveinn. Bogi Nils segir að ekki hafi verið rætt um hvað þurfi að bæta í rekstri Icelandair Group. „Ég tel að þeir væru ekki að fjárfesta í fyrirtækinu ef þeir hefðu ekki trú á því sem við erum að gera; viðskiptamódelinu, stjórnendahópnum og svo framvegis.“ PAR Capital Management mun leggja Icelandair Group til 5,6 milljarða króna af nýju hlutafé. Kaupverðið samsvarar meðal dagsloka gengi síðustu þriggja mánaða. Icelandair Group mun boða til hluthafafundar sem haldinn verður 24. apríl. Bogi Nils segir að það sé verið að styrkja efnahag Icelandair Group „til að takast á við tækifærin sem eru á borðinu“. Efnahagurinn þurfi að vera burðugur til að mæta óvæntum áföllum sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Á aðalfundi Icelandair Group í mars kom fram að það komi til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Ice landair Hotels vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu. Bogi Nils segir að nú hafi orðið verulegar breytingar á samkeppnisumhverfinu. „Það er ekki síst þess vegna sem við erum að fara í hlutafjáraukningu,“ segir hann Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group,“ segir hann. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að viðræður um kaupin hafi tekið örfáa daga og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingarfélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum.“Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum.Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því eflaust muni PAR Capital Management kalla eftir umtalsverðum breytingum eftir erfiða tíma í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna. Viðræður við bandaríska fjárfestingafélagið PAR Capital Management um kaup á 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna gengu hratt fyrir sig. „Þetta gerðist á örfáum dögum,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, og nefnir að flugfélagið hafi í nokkur ár átt í samtölum við starfsmenn fjárfestingafélagsins án þess að rætt hafi verið um fjárfestingar. „Við höfum ekki markvisst verið að leita að erlendum fjárfestum,“ segir hann. Að mati Sveins Þórarinssonar, greinanda hjá Landsbankanum, er það líklega ekki tilviljun að PAR Capital Management skuli fjárfesta eftir að WOW air varð gjaldþrota. „Til skamms tíma hefur það bætt rekstrarumhverfi Icelandair Group. Ef ferðaþjónustan á Íslandi heldur áfram að vaxa munu erlend f lugfélög horfa til þess að fljúga hingað í meira mæli. Það er hægðarleikur fyrir burðug félög að bæta við flugi nokkrum sinnum í viku til Íslands,“ segir hann. Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Bogi Nils segir að það sé traustsyfirlýsing að reyndur fjárfestir í f lugrekstri hafi fjárfest í Icelandair Group og íslenskri ferðaþjónustu. „Við þurfum fjölbreyttari flóru fjárfesta á landinu,“ segir hann. Sveinn segir að kaupin gætu reynt á stjórnendur Icelandair Group því PAR Capital Management gæti kallað eftir breytingum í rekstri fyrirtækisins. Icelandair Group tapaði 55,6 milljónum dollara af rekstri í fyrra, jafnvirði 6,7 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.„PAR Capital Management hlýtur að vilja mann í stjórn Icelandair Group eftir kaupin. Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir hafi myndað sér skoðun á hvað þurfi að gera til að koma rekstrinum í rétt horf. Stóra spurningin er að hvað miklu leyti það verður. Sjá þeir tækifæri í hagræðingu, samsetningu flugvélaflotans, frekari vöxt eða í að draga saman seglin um stundarsakir? Kannski eru þeir bara sáttir við sýn og stefnu núverandi stjórnenda. Það verður fróðlegt að fylgjast með því. Það hefur aðeins skort á að hluthafar hafi skýra framtíðarsýn á rekstur Icelandair Group. Vonandi breytist það með þessum kaupum. Þetta ferli mun taka nokkurn tíma, það á eftir að boða til hluthafafundar og kjósa í stjórn og þá kemur í ljós hvort breytingar verða,“ segir Sveinn. Bogi Nils segir að ekki hafi verið rætt um hvað þurfi að bæta í rekstri Icelandair Group. „Ég tel að þeir væru ekki að fjárfesta í fyrirtækinu ef þeir hefðu ekki trú á því sem við erum að gera; viðskiptamódelinu, stjórnendahópnum og svo framvegis.“ PAR Capital Management mun leggja Icelandair Group til 5,6 milljarða króna af nýju hlutafé. Kaupverðið samsvarar meðal dagsloka gengi síðustu þriggja mánaða. Icelandair Group mun boða til hluthafafundar sem haldinn verður 24. apríl. Bogi Nils segir að það sé verið að styrkja efnahag Icelandair Group „til að takast á við tækifærin sem eru á borðinu“. Efnahagurinn þurfi að vera burðugur til að mæta óvæntum áföllum sem ekki sé hægt að hafa stjórn á. Á aðalfundi Icelandair Group í mars kom fram að það komi til greina að Icelandair Group efni ekki til hlutafjárútboðs að svo stöddu gangi salan á Ice landair Hotels vel og það verði ekki frekari breytingar á samkeppnisumhverfinu. Bogi Nils segir að nú hafi orðið verulegar breytingar á samkeppnisumhverfinu. „Það er ekki síst þess vegna sem við erum að fara í hlutafjáraukningu,“ segir hann
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira