Ofbeldi gegn börnum sýnt í rauntíma á netinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 3. apríl 2019 13:32 Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira
Ofbeldi gegn börnum hefur aukist á internetinu og er farið að notast við svo kallað beint streymi, til að sýna ofbeldið í raun tíma. Barnaheill óskar eftir að almenningur sé vakandi fyrir hverskyns ofbeldi sem leynist á netinu og tilkynni það hiklaust. Barnaheill hefur verið með starfrækta ábendingalínu í gegnum í heimasíðu sína síðan árið 2001 þar sem hægt er að tilkynna óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Á árunum 2004 til 2018 bárust 5400 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum þar í gegn. Þóra Jónsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheill, segir að tilkynningum hafi fækkað síðustu ár, þrátt fyrir að með tækninni fylgi auknar leiðir til misnotkunar. Auka á vægi ábendingarlínunnar. „Við höfum bætt við fleiri valmöguleikum. Við getum núna tekið við tilkynningum um hatursorðræðu, einelti og annað óviðeigandi efni sem við teljum ekki eigi að vera aðgengilegt börnum,“ segir hún. Hún segir þetta ofbeldi ekki nýtt af nálinni en internetið geri börnin berskjaldaðri fyrir útbreiðslu. Ofbeldið magnist þegar það er orðið sýnilegt á netinu og búið er að taka myndir og dreifa þeim. „Við erum auðvitað með nýjungar eins og „live“ streymi eða svokallaðar beinar útsendingar - sem að eru orðin þáttur í útbreiðslu á ofbeldisefni gegn börnum. Það er vissulega varasöm þróun. Beinar útsendingar séu því miður alltof aðgengilegar. „Þetta er því miður orðin staðreynd og einhverskonar iðnaður í kringum þetta, sem er algjörlega ömurlegt. Við þurfum að bregðast við og reyna að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað. Hún vonar að verið sé að vinna að tæknilausnum. „Við getum hugsað til hryðjuverkanna í Christchurch sem að voru um daginn. Þeim var streymt í beinni útsendingu. Ég held að fólk hafi almennt séð upplifað hryllinginn með þeim hætti að vilja ekki að slíkt sé mögulegt. Ég held að það hljóti að vera mjög skammt að bíða þess að það komi fram tæknilausnir sem að bregðist við þessu,“ segir hún.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Sérsveitin að störfum á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Sjá meira