Mildum niðursveifluna Ingólfur Bender skrifar 3. apríl 2019 07:00 Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagshorfur hafa farið hratt versnandi undanfarið. Slæm tíðindi hafa borist af gjaldeyrisskapandi greinum sem munu hafa víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf ef þeim er ekki mætt með réttum hætti í hagstjórn. Umtalsverð fækkun í flugframboði til og frá landinu sem komið er til með brotthvarfi WOW air er áfall fyrir íslenskt hagkerfi en fyrirtækið hefur átt stóran þátt í efnahagsuppsveiflu síðustu ára. Verkefnið nú er að milda efnahagsleg áhrif þessara breytinga. Ýmsar greinar iðnaðar hafa átt stóran þátt í að mæta þörfum vaxandi fjölda ferðamanna. Byggingariðnaðurinn er ein af þessum greinum. Vöxtur í fjölda ferðamanna er háður fjárfestingu í innviðum, svo sem gistirými og samgöngumannvirkjum. Fjölgun ferðamanna hefur því kallað á uppbyggingu sem byggingariðnaðurinn hefur mætt. Hefur greinin vaxið umtalsvert af þessari ástæðu en launþegum í greininni hefur á síðustu sjö árum fjölgað úr 8.600 í 15.200. Ríflega 8% allra launþega í landinu voru starfandi í greininni i fyrra. Íslenskt hagkerfi hefur verið sveipað óstöðugleika um langa tíð. Aukinn stöðugleiki er öllum fyrirtækjum afar mikilvægur en byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hefur búið við mun meiri sveiflur en aðrar atvinnugreinar í íslensku hagkerfi. Í byggingariðnaði er framkvæmdatími verka oft langur og nauðsynlegt að efnahagslegar forsendur þeirra séu nokkuð fyrirséðar. Í stöðugu umhverfi verður framleiðnivöxtur og aukin verðmætasköpun best tryggð. Afar slæmt er þegar fjárhagslegum forsendum verkefna er kippt undan framkvæmdaraðilum líkt og því miður hefur alltof oft gerst í íslenskri hagsögu.Samgöngur lífæðar tekjuöflunar Mörg stór verkefni eru nú í gangi á sviði byggingariðnaðarins, meðal annars í byggingu hótela og íbúða. Framboð íbúða hefur ekki náð að mæta þörf síðustu ára og hefur markvisst verið unnið í að bæta það ástand. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins í helstu byggðarkjörnum í febrúar síðastliðnum voru tæplega 5.000 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu, tæplega 1.200 í nágrannasveitarfélögum á Suðurlandi og um 300 á Norðurlandi. Fjöldi íbúða í byggingu hefur ekki áður verið meiri í þeirri efnahagsuppsveiflu sem nú virðist vera á enda. Til að milda niðursveifluna í kjölfar brotthvarfs WOW air er eitt af forgangsmálunum að tryggja að vöxtur verði í flugframboði frá öðrum flugfélögum. Ísland er í sérstöðu sem ferðamannastaður þar sem komur og brottfarir ferðamanna eru fyrst og fremst með flugi. Flugsamgöngurnar eru því lífæðar þessarar tekjuöflunar þjóðarbúsins og frumskilyrði að þær samgöngur séu til staðar. Á sviði vegasamgangna er uppsöfnuð þörf fyrir nýfjárfestingar og viðhald umtalsvert. Umferð á vegum landsins hefur aukist verulega undanfarin ár á sama tíma og viðhald og nýfjárfestingar í vegasamgöngum hafa verið litlar. Tafir eru allt of miklar og slys of algeng. Til að bæta þar úr þarf að endurbæta vegakerfið. Nú er kjörið tækifæri til að gera átak á þessu sviði. Með því er dregið úr slakanum sem annars myndast í hagkerfinu og byggt undir hagvöxt framtíðarinnar.Nýtum hagstjórnartækin Ánægjulegt er að sjá áform ríkisstjórnarinnar í þessum efnum í nýframkominni tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Þar er fjárframlag til málaflokksins aukið úr 100 milljörðum króna í 120 milljarða króna á tímabilinu. Einnig er ánægjulegt að sjá þá áherslu sem þar er lögð á nýsköpun og menntun en ljóst er að með áherslu á þá málaflokka má renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins og hagvöxt framtíðarinnar sem einkennist af fjölbreytileika og verðmætum störfum. Með samstilltu átaki í opinberum fjármálum, í peningamálum og meðal aðila vinnumarkaðarins má sem best tryggja mjúka lendingu hagkerfisins. Tæki peningastjórnunarinnar eru í þessu sambandi öflug. Seðlabankinn er með stóran gjaldeyrisforða sem við þessar aðstæður á að nýta til að varna sveiflum í gengi krónunnar. Eftir aðhaldsaðgerðir síðustu ára eru stýrivextir Seðlabankans nokkuð háir um þessar mundir. Með lækkun þeirra er hægt að draga úr niðursveiflunni. Forsenda þess er hins vegar víðtæk samstaða aðila vinnumarkaðarins um kjarasamninga sem samrýmast verðstöðugleika.Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun