Söguðu og brutu niður tré í Skorradal í leyfisleysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2019 16:02 Starfsmenn Vegagerðarinnar söguðu og brutu niður tré sem talið er að gætu eft snjómokstur á svæðinu Aðsend Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend
Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira