Söguðu og brutu niður tré í Skorradal í leyfisleysi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2019 16:02 Starfsmenn Vegagerðarinnar söguðu og brutu niður tré sem talið er að gætu eft snjómokstur á svæðinu Aðsend Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Sumarhúsaeigendur í Skorradal eru verulega ósáttir við framferði Vegagerðarinnar en svo virðist sem starfsmenn stofnunarinnar hafi brotið og sagað niður tré sem standa meðfram veginum inn í dalinn. Verst er ástandið við veginn í landi Háafells og Fitja og sagði Ólafur Tryggvason, einn sumarhúsaeiganda í samtali við fréttastofu, að hvorki sumarhúsaeigendur né landeigandi hafi verið upplýstir um að Vegagerðin hafi ætlað að ráðast í slíkar framkvæmdir. Ólafur segir að rétt sé að tré hafi vaxið inn á veginn á liðinum árum en að aldrei hafi Vegagerðin ráðist í að saga niður tré á svæðinu áður. Skógurinn er viðkvæmur og réttara hefði verið að bæði landeigandi og sumarhúsaeigendur hefðu verið upplýstir áður svo hægt hefði verið að gera ráðstafanir. Skógurinn er viðkvæm náttúruperla sem ber að ganga vel um.Þessi tré áttu að hafa vaxið inn á veginn í landi FitjahlíðarAðsendÓlafur segir að fyrr í vetur hafi komið athugasemdir frá stofnuninni um hluti sem gætu heft snjómokstur á svæðinu og að öllum þeim hlutum sem voru á lista hafi verið kippt í liðinn tafarlaust. Hann segir að raun hafi verið unnin skemmdarverk á skóginum í óleyfi og að tilefnislausu. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi og Vestfjörðum staðfesti í samtali við fréttastofu að starfsmenn á vegum stofnunarinnar verið að verki. Hann hafi fengið upplýsingar um málið um nýliðna helgi og að málið væri til skoðunar. Hann gat ekki sagt til um hvort landeiganda eða sumarhúaeigendum hafi verið gert viðvart áður og hvort þeim hafi verið gefið tækifæri til þess að gera úrbætur en að það væri eitt af því sem væri til skoðunar. Hann sagði að þegar myndir sem voru teknar af skemmdum hafi verki starfsmanna Vegagerðarinnar ekki verið lokið. Hann sagði það vilja stofnunarinnar að leysa málið með sumarhúsa- og landeigendum. Hér voru tré sem uxu inn á veginn og hömluðu snjómokstri að mati Vegagerðarinnar.AðsendSvo virðist sem sum tréin hafi verið brotin niðurAðsend
Samgöngur Skorradalshreppur Umferðaröryggi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira