Dóttir Trump hafnaði stöðu forseta Alþjóðabankans Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2019 21:14 Ivanka Trump gegnir stöðu ráðgjafa Bandaríkjaforseta. Getty Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Ivanka Trump, dóttir Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur staðfest að hún hafi hafnað boði föður síns um að taka við stöðu forseta Alþjóðabankans. Donald Trump greindi frá því í síðustu viku að hann hafi spurt dóttur sína hvort hún vildi taka við embætti forseta Alþjóðabankans „þar sem hún [væri] mjög góð að fást við tölur“. Ivanka segist nú hafa svarað föður sínum á þann veg að hún væri ánægð að sinna verkefnum sínum sem ráðgjafi forsetans. Bandaríski hagfræðingurinn David Malpass hefur verið valinn til að gegna stöðu forseta Alþjóðabankans, en samkvæmt venju er það Bandaríkjamaður sem gegnir stöðu forseta Alþjóðabankans og Evrópumaður sem stýrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í ferð sinni til Fílabeinsstrandarinnar í dag var Ivanka Trump spurð út í aðdraganda ráðningar forseta Alþjóðabankans af fréttamanni AP og sagði hún föður sinn hafa nefnt við sig umrædda stöðu. Sagðist hún hafa hafnað boðinu og bætti svo við að hún telji að Malpass muni standa sig „ótrúlega vel“. Þegar hún var spurð hvort að faðir hennar hafi boðið henni einhverjar aðrar stöður sagði hún að það yrði „einungis á milli þeirra“. Forsetinn hefur sjálfur sagt að hann hafi íhugað að fá dóttur sína til að gegna fjölda ólíkra embætta – meðal annars sem sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum – þar sem hann teji hana vera „náttúrulegan diplómata“. Hann hafi hins vegar fengið ábendingar um að það myndi flokkast sem „frændhygli“ að tilnefna hana. Hann væri þó ekki sammála því – frændhygli myndi ekki hafa neitt með málið að gera.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Efnahagsráðgjafi Trump staðfestur sem forseti Alþjóðabankans Hagfræðingurinn David Malpass var samþykktur af framkvæmdastjórn Alþjóðabankans til embættis forseta bankans. 5. apríl 2019 20:32
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila