Klórar sér í höfðinu yfir markaðsvirði HB Granda Helgi Vífill Júlíusson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Greinandi Capacent klórar sér alla jafna mikið í kollinum yfir verði HB Granda á markaði. Capacent á mjög erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá út markaðsvirði GB Granda með hefðbundnu sjóðstreymisverðmati,“ segir í greiningu. Capacent verðmetur HB Granda á 20,3 krónur á hlut en markaðsvirði útgerðarinnar er 29,95 krónur á hlut. Önnur leið til að meta markaðsvirði útgerðar er að reikna upplausnarvirði hennar en verðmætustu eignirnar eru aflaheimildir. Capacent metur virði aflaheimilda HB Granda á 54-60 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði HB Granda 54 milljarðar króna og sjóðstreymismat Capacent hljóðar upp á 37 milljarða króna. „Vissulega henta félög eins og HB Grandi vel í hlutabréfasafn en þegar harðnar í ári gengur sjávarútvegurinn gjarnan vel líkt og eftir bankahrunið. Lágt gengi krónu og slaki á vinnumarkaði í kjölfar efnahagssamdráttar eykur hagnað félags líkt og HB Granda. Hins vegar er spurning hversu hátt verð fjárfestar eru til í að greiða fyrir þennan eiginleika,“ segir í Capacent. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum, framlegð HB Granda hefur til að mynda dregist saman um 20 prósent á þremur árum, og því vekur það athygli Capacent að verðmæti aflaheimilda hafi hækkað síðastliðið ár. Samkvæmt einfaldri greiningu Capacent má ekki rekja hækkunina til útlánaaukningar þótt ekki sé hægt að útiloka að það hafi haft einhver áhrif. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
„Greinandi Capacent klórar sér alla jafna mikið í kollinum yfir verði HB Granda á markaði. Capacent á mjög erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá út markaðsvirði GB Granda með hefðbundnu sjóðstreymisverðmati,“ segir í greiningu. Capacent verðmetur HB Granda á 20,3 krónur á hlut en markaðsvirði útgerðarinnar er 29,95 krónur á hlut. Önnur leið til að meta markaðsvirði útgerðar er að reikna upplausnarvirði hennar en verðmætustu eignirnar eru aflaheimildir. Capacent metur virði aflaheimilda HB Granda á 54-60 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði HB Granda 54 milljarðar króna og sjóðstreymismat Capacent hljóðar upp á 37 milljarða króna. „Vissulega henta félög eins og HB Grandi vel í hlutabréfasafn en þegar harðnar í ári gengur sjávarútvegurinn gjarnan vel líkt og eftir bankahrunið. Lágt gengi krónu og slaki á vinnumarkaði í kjölfar efnahagssamdráttar eykur hagnað félags líkt og HB Granda. Hins vegar er spurning hversu hátt verð fjárfestar eru til í að greiða fyrir þennan eiginleika,“ segir í Capacent. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið erfiðlega á undanförnum árum, framlegð HB Granda hefur til að mynda dregist saman um 20 prósent á þremur árum, og því vekur það athygli Capacent að verðmæti aflaheimilda hafi hækkað síðastliðið ár. Samkvæmt einfaldri greiningu Capacent má ekki rekja hækkunina til útlánaaukningar þótt ekki sé hægt að útiloka að það hafi haft einhver áhrif.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira