Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 11:44 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. Lögmennirnir hótuðu því í gær að höfða mál gegn fyrirtækinu verði það við stefnu þingmannsins Elijah Cummings og afhendi gögnin. Þingefnd sem Cummings stýrir bað formlega um gögnin í síðasta mánuði og sagði Cummings það vera vegna vitnisburðar Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Forsvarsmenn Mazars báðu um að stefna yrði gefin út og sögðust þeir geta afhent gögnin þá. Stefnan var gefin út í gærmorgun. William S. Consovoy og Stefan Passantino, lögmenn Trump, segja að með þessu vilji Demókratar koma pólitísku höggi á Trump. Þá draga þeir í efa að Demókratar megi í raun koma höndum yfir fjármálagögn forsetans.Því vilja þeir að fyrirtækið bíði með að afhenda gögnin á meðan dómstólar skera úr um hvort stefnan eigi rétt sér. Lögmennirnir hafa þó ekki hafið slíkt mál, svo vitað sé. Demókratar hafa einnig reynt að koma höndum yfir skattaskýrslur Trump og hafa skipað Skattstofu Bandaríkjanna að afhenda þær. Hingað til hefur Hvíta húsið þó komið í veg fyrir það. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Sérfræðingar og starfsmenn Skattstofunnar segja hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að Trump opinberi skattaskýrslur sínar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01 Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. Lögmennirnir hótuðu því í gær að höfða mál gegn fyrirtækinu verði það við stefnu þingmannsins Elijah Cummings og afhendi gögnin. Þingefnd sem Cummings stýrir bað formlega um gögnin í síðasta mánuði og sagði Cummings það vera vegna vitnisburðar Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns Trump. Cohen sagði Trump hafa ítrekað beitt reiknihaldsbrögðum til að draga úr auði sínum svo hann kæmist upp með að greiða lægri skatta en hann ætti í raun að greiða. Forsvarsmenn Mazars báðu um að stefna yrði gefin út og sögðust þeir geta afhent gögnin þá. Stefnan var gefin út í gærmorgun. William S. Consovoy og Stefan Passantino, lögmenn Trump, segja að með þessu vilji Demókratar koma pólitísku höggi á Trump. Þá draga þeir í efa að Demókratar megi í raun koma höndum yfir fjármálagögn forsetans.Því vilja þeir að fyrirtækið bíði með að afhenda gögnin á meðan dómstólar skera úr um hvort stefnan eigi rétt sér. Lögmennirnir hafa þó ekki hafið slíkt mál, svo vitað sé. Demókratar hafa einnig reynt að koma höndum yfir skattaskýrslur Trump og hafa skipað Skattstofu Bandaríkjanna að afhenda þær. Hingað til hefur Hvíta húsið þó komið í veg fyrir það. Trump hefur ávallt neitað því að opinbera skattskýrslur sínar, eins og hefð hefur verið fyrir að forsetaframbjóðendur gera. Hann hefur haldið því fram að skatturinn hafi verið að rannsaka hann til margra ára og sagst ekki geta opinberað skattskýrslur sínar á meðan. Samkvæmt reglum Skattstofu Bandaríkjanna eru forsetar og varaforsetar ávallt rannsakaðir. Sérfræðingar og starfsmenn Skattstofunnar segja hins vegar að ekkert standi í vegi fyrir því að Trump opinberi skattaskýrslur sínar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01 Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Ætla aldrei að gefast upp í skattaslagnum Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins, segir að skattaskýrslur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, verði aldrei gerði opinberar, sama hvað Demókratar reyna. 7. apríl 2019 18:01
Fyrstu höggin dynja í skattaslagnum Þingmenn Demókrataflokksins vilja koma höndum yfir fjármálagögn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem spanna allt að tíu ára tímabil. 4. apríl 2019 14:47