Segir Trump vita manna best að hann sé óhæfur forseti Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2019 11:31 Pelosi hefur komist upp með að skamma Trump forseta en í þetta skiptið svaraði forsetinn fyrir sig á Twitter. Vísir/EPA Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segist telja að Donald Trump viti manna best að hann sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta. Ummælin fóru öfugt ofan í Trump sem svaraði með því að kalla Pelosi „hörmung“. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur ræddi Pelosi, sem er áhrifamesti demókratinn á Bandaríkjaþingi, meðal annars um forsetann og samskipti sín við hann. „Það er enginn í landinu sem veit betur að hann ætti ekki að vera forseti Bandaríkjanna en Donald Trump,“ fullyrti Pelosi sem hefur verið afar gagnrýnin á forsetann. Sagðist hún virða embætti forsetans og að Trump væri ekki þess verður að neita að vinna með honum vegna þess hversu hræðilegur hann sé. „Nei. Við verðum að vinna saman,“ sagði Pelosi. Fram að þessu hefur Trump virst hikandi við að ráðast á Pelosi með sama hætti og hann gerir ítrekað þegar aðrir pólitískir andstæðingar eiga í hlut. Að þessu sinni tók hann skoti Pelosi ekki sitjandi. Í tísti sakaði hann hana um að koma engum málum í gegnum þingið og undir stjórn hennar geri það ekki annað en að rannsaka meinta glæpi. „Hún var hörmung í H.H.,“ tísti Trump og vísaði til Hvíta hússins. Ekki er ljóst hvað forsetinn átti við með þeim ummælum en Pelosi hefur aldrei starfað í Hvíta húsinu.Such a “puff piece” on Nancy Pelosi by @60minutes, yet her leadership has passed no meaningful Legislation. All they do is Investigate, as it turns out, crimes that they instigated & committed. The Mueller No Collusion decision wasn’t even discussed-and she was a disaster at W.H. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14 Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Leiðtogi demókrata á móti því að kæra Trump Forseti fulltrúadeildarinnar segir Trump algerlega óhæfan til að gegna embætti forseta en að það sé ekki þess virði að kljúfa bandarísku þjóðina vegna hans. 12. mars 2019 12:14
Demókratar afturkalla boð til Trump um stefnuræðu Til stóð að Trump forseti flytti stefnuræðu 29. janúar, Forseti fulltrúadeildarinnar segir það ekki hægt vegna lokunar alríkisstofnana sem enn stendur yfir. 16. janúar 2019 16:23