Glímir enn við reiði og gremju eftir að hafa verið nemandi í Landakotsskóla Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2019 07:45 Krummi Björgvinsson. Vísir/VIlhelm „Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Særandi orðbragð og niðurlæging var daglegt brauð,“ skrifar tónlistarmaðurinn Krummi Björgvinsson á Facebook þar sem hann greinir frá sinni upplifun eftir að verið nemi við Landakotsskóla. Hann segist hafa verið beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu sér Georg, fyrrverandi skólastjóra og Margréti Müller kennslukonu. Fjallað var um brot séra Georgs og Margrétar í Fréttablaðinu um liðna helgi og ákvað Krummi að greina frá sinni reynslu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. „Það var líka mikið um refsingar og einelti. Ég slapp við kynferðislegt ofbeldi en ég get því miður ekki sagt það sama um öll hin skólasystkin mín þrátt fyrir að Séra Georg reyndi það einu sinni með því að strjúka á mér lærið mjög nálægt klofi mínu með lostafullu augnaráði. Það má segja að ég brást mjög illa við og snögg reiddist en einhverra hluta vegna brást ég ekki eins við þegar hitt ofbeldið átti sér stað. Maður bara tók því einsog maður ætti það skilið. Eins fráleitt og það er. Mig grunar að þau hafi verið smeyk við foreldra mína því pabbi var þekktur og virtur af mörgum í þjóðfélaginu. En það stoppaði ekki Margréti eða Georg að slá mann utan undir eða klípa mann mjög fast í handlegginn við minnsta tilefni. Ég tel að börnin sem minna mega sín urðu oftast fyrir barðinu á þeim,“ segir Krummi en faðir hans er tónlistarmaðurinn Björgvin Halldórsson. Hann segir sögu af smíðakennara við skólann. Krummi hafði þá glatt bekkjarfélaga sína með fyndinni sögu en kennarinn hafi brugðist við með því að læðast aftan að honum með límabandsrúllu og byrjaði að líma yfir andlitið á Krumma. „Mér brá auðvitað og byrjaði að gráta og þá skellti hann upp úr og hló hömlulaust í nokkrar mínútur. Ég reyndi af bestu getu að fjarlægja lím bandið en það reyndist mér erfitt því það reif upp húð og hár en á endanum tókst mér það. Ég var bara ellefu ára polli, sjáðu til. Svona uppákomur voru í daglegu lífi nemenda í Landakotskóla. Auðvitað sagði ég móður minni frá þessu og hún gjörsamlega sturlaðist og fór niðrí skóla og lét þau fá það óþvegið og eineltið hætti um stund en svo hófst það aftur stuttu eftir,“ skrifar Krummi. Hann segist enn kljást við reiði og gremju frá þessum árum en tónlistin, konan hans, vinir og fjölskylda hafi hjálpað honum að vinna úr þessu. Fréttablaðið sagði frá því um liðna helgi að verið væri að gera heimildarþætti um framferði Séra Georgs og Margrétar og fagnar Krummi því. Ríkið áætlar að greiða hátt í 40 þolendum tæplega 300 milljónir í sanngirnisbætur vegna málsins.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Þetta er ekki bara reykvísk saga Gunnþórunn Jónsdóttir og Þóra Tómasdóttir blaðamenn, Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur og Kristín Andrea Þórðardóttir framleiðandi, vinna með Skot Productions að gerð heimildarþátta um ofbeldi séra George og Margrétar Müller í Landakotsskóla. 13. apríl 2019 08:00