Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 10:11 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsrai, sem einnig var fangi á Litla-Hrauni, í janúar árið 2018. Houssin kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina.Í dómnum kemur fram að árásarmennirnir, Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, hafi ráðist að Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar í fyrra. Trausti hafi kýlt og sparkað Houssin ítrekað í höfuð og líkama og tekið hann hálstaki. Þá hafi Baldur einnig kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Einnig hafi Baldur reynt að girða niður um hann buxurnar og sest síðan klofvega yfir búk hans og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan stappaði Trausti þrívegis á höfði Houssin, sem hlaut mikla áverka af árásinni. Í dómi kemur fram að í upptöku úr eftirlitsmyndavél í íþróttasalnum hafi mátt sjá „fólskulega og alvarlega líkamsárás“ Trausta og Baldurs. Ekki fáist séð að Houssin hafi átt upptök að árásinni með höggi eða hráka, líkt og fram kom í máli ákærðu við skýrslutöku lögreglu. Þá var Trausta Rafni einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Baldur var einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Trausti og Baldur neituðu báðir sök að öllu leyti. Báðir voru þeir að endingu dæmdir í tveggja ára og sex mánuða fangelsi. Þá var þeim gert að greiða Houssin 600 þúsund krónur í miskabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Fangelsismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21 Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsrai, sem einnig var fangi á Litla-Hrauni, í janúar árið 2018. Houssin kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina.Í dómnum kemur fram að árásarmennirnir, Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, hafi ráðist að Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar í fyrra. Trausti hafi kýlt og sparkað Houssin ítrekað í höfuð og líkama og tekið hann hálstaki. Þá hafi Baldur einnig kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Einnig hafi Baldur reynt að girða niður um hann buxurnar og sest síðan klofvega yfir búk hans og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan stappaði Trausti þrívegis á höfði Houssin, sem hlaut mikla áverka af árásinni. Í dómi kemur fram að í upptöku úr eftirlitsmyndavél í íþróttasalnum hafi mátt sjá „fólskulega og alvarlega líkamsárás“ Trausta og Baldurs. Ekki fáist séð að Houssin hafi átt upptök að árásinni með höggi eða hráka, líkt og fram kom í máli ákærðu við skýrslutöku lögreglu. Þá var Trausta Rafni einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Baldur var einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Trausti og Baldur neituðu báðir sök að öllu leyti. Báðir voru þeir að endingu dæmdir í tveggja ára og sex mánuða fangelsi. Þá var þeim gert að greiða Houssin 600 þúsund krónur í miskabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Fangelsismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21 Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21
Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00