„Ekkert að óttast fyrir Liverpool í seinni leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Naby Keita og Roberto Firmino fagna marki þess fyrrnefnda í gærkvöldi. Vísir/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira