Er reykurinn líka grænn? Ólafur Hallgrímsson skrifar 10. apríl 2019 07:00 Í auglýsingaflóðinu fyrir jólin vöktu athygli auglýsingar í sjónvarpi og blöðum frá álverum Alcoa og Norðuráli, sem auglýstu „grænasta ál í heimi“ og annað í þeim dúr. Þar var ítrekað, að ál frá Íslandi hefði minnsta kolefnisspor í heimi, enda vandað til allra verka og notuð hrein, íslensk raforka. Losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki. Álverin hampa því mjög, að íslenska álið sé framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. rafmagni, og sé því mun umhverfisvænna en ál framleitt með jarðefnaeldsneyti, sem vissulega má til sanns vegar færa. En hversu grænt er íslenska álið? Verksmiðjurnar senda frá sér útblástur, ryk, með tilheyrandi gróðurhúsalofttegundum. Um það virðist sjaldan talað og síst í jólaauglýsingum. Álver Alcoa á Reyðarfirði lætur frá sér 500.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega. Skyldi magnið vera mikið minna frá Grundartanga, þar sem einnig er járnblendiverksmiðja og ýmis annar mengandi iðnaður? Þá er ótalin eyðilegging, sem vatnsaflsvirkjanirnar skilja eftir sig í náttúrunni. Eða skyldi umturnun Lagarfljótsins, sem nú hefur breytt um lit og lögun af völdum Kárahnjúkavirkjunar, líka teljast græn á máli stóriðjumanna. Nú hafa kísilmálmverksmiðjur bæst í hópinn með kísilverksmiðju PCC Silicon á Bakka, sem tók til starfa á liðnu ári. Sú verksmiðja mun væntanlega brenna 66 þús. tonnum af kolum árlega vegna framleiðslu sinnar, sem munu innflutt frá Suður-Ameríku með tilheyrandi kolefnisspori. Svo vart er þar um að ræða framleiðslu frá vistvænum orkugjöfum einvörðungu, enda mun verksmiðja þessi koma til með að senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sjálft álver Alcoa. Öllum landsmönnum er í fersku minni hörmungarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík, sem óþarft er að rekja hér, sem var lokað vegna óbærilegrar mengunar, áður en það komst almennilega í gang. Arion banki, sem fjármagnaði verksmiðjuna, hyggst nú freista þess að koma henni aftur í rekstur og verja nokkrum milljörðum í viðbót í „úrbætur“, eins og það er orðað. Eftir er að vita, hvort íbúar Reykjanesbæjar láta slíkt yfir sig ganga. Sporin hræða. En er ekki bara gott að reisa fleiri stóriðjuver á Íslandi vegna umheimsins, því þannig stuðlum við að því að færri slíkar verksmiðjur verði reistar í öðrum löndum, sem nýti kol eða olíu til framleiðslu sinnar með tilheyrandi mun meiri mengun á heimsvísu. Svo heyrist stundum sagt. Sú staðhæfing á þó við fá rök að styðjast, enda ekki verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi. Aðrar þjóðir fara sínu fram, hvað sem okkur líður hér úti í Atlantshafi. Sannleikurinn er sá, að það er ákaflega lítið grænt í stóriðjustefnunni, þar ráða önnur öfl för, semsé peningar og gróðafíkn eigendanna, sem engin mörk þekkja. Reykurinn frá strompum stóriðjuveranna er ekki grænn, heldur svartur og óhollur. Breytir þar litlu, þótt skorsteinar séu hækkaðir og mengun dreift yfir stærra svæði. Það sem upp fer, kemur aftur niður. Andrúmsloftið tekur ekki óendanlega við, án þess það hafi afleiðingar, það er nú orðið öllum ljóst og afleiðingarnar þegar farnar að segja til sín. Vísindamenn um allan heim stíga nú fram og vara við hættunni, verði ekkert róttækt gert í loftslagsmálum nú þegar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030. Þar er nær ekkert minnst á stóriðjuna, hún er undanskilin, enda höfum við komið stóriðjunni út úr okkar mengunarbókhaldi og sett hana undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna minnist umhverfisráðherrann varla á stóriðjuna, þótt viðurkennt sé, að hún leggi til hátt í helming af allri losun koltvísýrings á Íslandi og noti um 80% af allri innlendri raforkuframleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2017, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum með því að halda áfram á sömu braut, er sjálfsagt mörgum torskilið. Hljótum við ekki að bera ábyrgð á allri okkar losun, hvernig sem hún er tilkomin. Annað er blekkingarleikur. Nú reynir á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála. Hvað hyggst hún fyrir? Ætlar hún að gefa grænt ljós á áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu, þar með talið United Silicon í Helguvík? Hvort á að vega þyngra á metaskálunum, heilsa fólks eða fjárhagslegir hagsmunir banka og peningamanna? Grunar mig, að margir stuðningsmenn VG vilji fá skýr svör við þessum spurningum og sem fyrst. Við Íslendingar erum fámenn þjóð, en getum engu að síður látið rödd okkar heyrast í samfélagi þjóðanna. Umhverfismálin eru að verða mál málanna um heimsbyggð alla. Á því sviði getum við verið öðrum og stærri þjóðum fyrirmynd og fordæmi, sem eftir yrði tekið og haft þannig áhrif til góðs á heimsvísu. Það gerum við ekki með því að reisa fleiri stóriðjuver. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í auglýsingaflóðinu fyrir jólin vöktu athygli auglýsingar í sjónvarpi og blöðum frá álverum Alcoa og Norðuráli, sem auglýstu „grænasta ál í heimi“ og annað í þeim dúr. Þar var ítrekað, að ál frá Íslandi hefði minnsta kolefnisspor í heimi, enda vandað til allra verka og notuð hrein, íslensk raforka. Losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki. Álverin hampa því mjög, að íslenska álið sé framleitt með endurnýjanlegum orkugjöfum, þ.e. rafmagni, og sé því mun umhverfisvænna en ál framleitt með jarðefnaeldsneyti, sem vissulega má til sanns vegar færa. En hversu grænt er íslenska álið? Verksmiðjurnar senda frá sér útblástur, ryk, með tilheyrandi gróðurhúsalofttegundum. Um það virðist sjaldan talað og síst í jólaauglýsingum. Álver Alcoa á Reyðarfirði lætur frá sér 500.000 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið árlega. Skyldi magnið vera mikið minna frá Grundartanga, þar sem einnig er járnblendiverksmiðja og ýmis annar mengandi iðnaður? Þá er ótalin eyðilegging, sem vatnsaflsvirkjanirnar skilja eftir sig í náttúrunni. Eða skyldi umturnun Lagarfljótsins, sem nú hefur breytt um lit og lögun af völdum Kárahnjúkavirkjunar, líka teljast græn á máli stóriðjumanna. Nú hafa kísilmálmverksmiðjur bæst í hópinn með kísilverksmiðju PCC Silicon á Bakka, sem tók til starfa á liðnu ári. Sú verksmiðja mun væntanlega brenna 66 þús. tonnum af kolum árlega vegna framleiðslu sinnar, sem munu innflutt frá Suður-Ameríku með tilheyrandi kolefnisspori. Svo vart er þar um að ræða framleiðslu frá vistvænum orkugjöfum einvörðungu, enda mun verksmiðja þessi koma til með að senda meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en sjálft álver Alcoa. Öllum landsmönnum er í fersku minni hörmungarsaga kísilvers United Silicon í Helguvík, sem óþarft er að rekja hér, sem var lokað vegna óbærilegrar mengunar, áður en það komst almennilega í gang. Arion banki, sem fjármagnaði verksmiðjuna, hyggst nú freista þess að koma henni aftur í rekstur og verja nokkrum milljörðum í viðbót í „úrbætur“, eins og það er orðað. Eftir er að vita, hvort íbúar Reykjanesbæjar láta slíkt yfir sig ganga. Sporin hræða. En er ekki bara gott að reisa fleiri stóriðjuver á Íslandi vegna umheimsins, því þannig stuðlum við að því að færri slíkar verksmiðjur verði reistar í öðrum löndum, sem nýti kol eða olíu til framleiðslu sinnar með tilheyrandi mun meiri mengun á heimsvísu. Svo heyrist stundum sagt. Sú staðhæfing á þó við fá rök að styðjast, enda ekki verið sýnt fram á neitt slíkt samhengi. Aðrar þjóðir fara sínu fram, hvað sem okkur líður hér úti í Atlantshafi. Sannleikurinn er sá, að það er ákaflega lítið grænt í stóriðjustefnunni, þar ráða önnur öfl för, semsé peningar og gróðafíkn eigendanna, sem engin mörk þekkja. Reykurinn frá strompum stóriðjuveranna er ekki grænn, heldur svartur og óhollur. Breytir þar litlu, þótt skorsteinar séu hækkaðir og mengun dreift yfir stærra svæði. Það sem upp fer, kemur aftur niður. Andrúmsloftið tekur ekki óendanlega við, án þess það hafi afleiðingar, það er nú orðið öllum ljóst og afleiðingarnar þegar farnar að segja til sín. Vísindamenn um allan heim stíga nú fram og vara við hættunni, verði ekkert róttækt gert í loftslagsmálum nú þegar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur lagt fram aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030. Þar er nær ekkert minnst á stóriðjuna, hún er undanskilin, enda höfum við komið stóriðjunni út úr okkar mengunarbókhaldi og sett hana undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, þar sem verslað er með mengunarkvóta. Þess vegna minnist umhverfisráðherrann varla á stóriðjuna, þótt viðurkennt sé, að hún leggi til hátt í helming af allri losun koltvísýrings á Íslandi og noti um 80% af allri innlendri raforkuframleiðslu. Losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaði hefur aukist gríðarlega milli áranna 1990 og 2017, sem að stærstum hluta má rekja til uppbyggingar stóriðju síðustu áratugina. Hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar í loftslagsmálum með því að halda áfram á sömu braut, er sjálfsagt mörgum torskilið. Hljótum við ekki að bera ábyrgð á allri okkar losun, hvernig sem hún er tilkomin. Annað er blekkingarleikur. Nú reynir á ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og fögur fyrirheit í stjórnarsáttmála. Hvað hyggst hún fyrir? Ætlar hún að gefa grænt ljós á áframhaldandi stóriðjuuppbyggingu, þar með talið United Silicon í Helguvík? Hvort á að vega þyngra á metaskálunum, heilsa fólks eða fjárhagslegir hagsmunir banka og peningamanna? Grunar mig, að margir stuðningsmenn VG vilji fá skýr svör við þessum spurningum og sem fyrst. Við Íslendingar erum fámenn þjóð, en getum engu að síður látið rödd okkar heyrast í samfélagi þjóðanna. Umhverfismálin eru að verða mál málanna um heimsbyggð alla. Á því sviði getum við verið öðrum og stærri þjóðum fyrirmynd og fordæmi, sem eftir yrði tekið og haft þannig áhrif til góðs á heimsvísu. Það gerum við ekki með því að reisa fleiri stóriðjuver.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun