Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 19:20 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri. fbl/stefán Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15